Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 25
Skímir
Um bókagerð síra Þórarins á Völlum
21
Valla-Ljóts sögu, sem var tengd fomxi sögu staðarins á Völl-
um. Svarfdæla eldri og Valla-Ljóts saga munu báðar hafa
verið til í handritum, um það leyti sem síra Þórarinn fékkst
við bókagerð sína. Þó þykir mér rétt að taka það fram, að
engin ástæða er að ætla, að Þórarinn hafi samið þessar sög-
ur, enda er leit að höfundum fslendinga sagna það fánýtasta
starf og ástæðulaust, nema þar sem sögurnar sjálfar vísa til
rithöfunda, eins og Grettis saga til Sturlu Þórðarsonar og
Harðar saga til Styrmis fróða. En bent er á þessi nafnlausu
rit á íslenzku í eign Vallakirkju árið 1318 til að vekja athygli
á þvi, hvort meðal þeirra hafi fornsögur getað verið.
Vallakirkja átti þá Postula sögur og Maríu sögu. Hvort
tveggja hefur eflaust verið á móðurmálinu, þar sem þær em
nefndar svo í máldaganum. Ætla má, að Maríu saga sé sú
sama og Kygri-Bjöm Hjaltason (d. 1238) tók saman.4) Kygri-
Bjöm hefur látið Mariu sögu eftir sig á Hólum, og þar hef-
ur Þórarinn fengið hana til uppskriftar handa Vallakirkju.
IV.
Einhver merkasta bókin, sem getið er um í eign Valla-
kirkju árið 1318, er Ólafs saga hins helga. Kirkjan á Völlum
var helguð Ólafi, og þvi er eðlilegt, að kirkjan ætti eintak af
sögu hans. Auk Vallakirkju áttu eftirtaldar kirkjur á Norður-
landi Ólafs sögu um þessar mundir: Þönglabakki, Grímsey,
Barð í Fljótmn og Lögmannshlíð.5) (Um Lögmannshlíð er
sagt, að kirkjan þar ætti „kver og á Ólafsles.“ Mun þar ekki
hafa verið um heila sögu að ræða.) Allar þessar kirkjur vom
helgaðar Ólafi og hafa því sótzt eftir því að eignast sögu hans.
Á dögum síra Þórarins á Völlum vom til nokkrar gerðir
af sögu Ólafs helga. Verður því ekki úr því skorið með fullri
vissu, hverja Ólafs sögu er um að ræða í máldaganum. Þó
má benda á tvær sögur um Ólaf helga, sem Þórarinn hefur
hlotið að hafa haft einhver kynni af. Önnur er eftir Styrmi
fróða, og mun hún hafa verið til í Reykholti, því að Snorri
Sturluson notaði hana. Hin Ólafs sagan er eftir ömmubróður
Þórarins, Snorra Sturluson. Þórarinn á Völlum, hinn mikli
nytsemdarmaður til leturs og bókagjörða, hefur vitanlega þekkt