Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 72
68
Skarphéðinn Pétursson
Skímir
an, þótt hvor noti sitt orðalag og Björn sé miklu gagnorðari
en Jón. Aðalatriðið ber báðum saman um. Biskupinum var
drekkt í Brúará, sennilega nálægt ferjustaðnum á Spóastöð-
um. Annaðhvort hefur Bjöm ekki heyrt þess getið, að biskup
hafi verið látinn í sekk eða þá að honum finnst ekki ástæða
til þess að nefna sekkinn. Ástæðan til þess, að biskupinum
er drekkt, er ekki sú, að drekking þyki óvirðulegri en aðrir
dauðdagar, heldur hitt, að banamenn hans hafa viljað geta
sagt það með sanni, að þeir hafi ekki úthellt blóði hans. Vel
má vera, að þetta hafi skipt máli, er farið var að tala um
eftirmál og þess vegna hafi dauðdagi biskups ömgglegar
geymzt í minni. Margt bendir til þess, að fleiri sagnir hafi
myndazt og lifað um þennan athurð í Skálholti en á Norður-
landi, enda er það líka eðlilegt.
Við XV. Á sama hátt og prestar í Skálholti sýknuðu Jón
biskup Gerreksson andaðan og greftruðu hann innan kirkju
í Skálholti, þá sektaði þjóðtrúin þá, er lögðu hönd að því að
varpa biskupinum í ána. Til frekara langlífis minningar þess-
arar verður svo vísukornið, er ort er um þá félaga og berst
mann frá manni, unz Jón Egilsson festir það á pappír. Til
eru yngri handrit, er hafa vísuna dálítið á annan hátt. Segja
þau upphaf vísunnar vera:
Eyjólfur illi —
en hafa hana annars eins. Sýnir þetta, að vísan hefur víða
farið meðal alþýðu.
Við XVI. Til enn meiri staðfestingar því, að hér hafi að
alþýðudómi verið um illvirki að ræða, birtir Jón Egilsson
frásögu um afturgöngu annars þeirra, er biskupi köstuðu í
ána. Er þetta ein rammasta draugasaga á íslenzku og mjög
sérstæð. Þó em til hjá öðmm þjóðum ýmsar sagnir um ill-
virkja, er ekki hafi frið í gröf sinni52), og eitt af ráðunum
til að koma af afturgöngunni er að kasta líkinu í vatn. En
engin dæmi em þess, nema hér, að það eyði öllum fiskafla
í vatninu, vegna þess að fiskurinn kastist upp á land og þoli
ekki að vera í sama vatni og afturgangan.
Við XVII. Oft vill raunverulegur atburður, sem heimildir
eru til um, verða til þess, að annar atburður, er minni heim-