Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 152
146
Þóroddur Guðmundsson
Skírnir
arbrag, þó að frjálslega sé með efnið farið og jafnvel heilu
erindi sleppt.
En hvað þá um Bessastaðaskáldið? Fyrst Tam O’Shanter
varð Grími tilefni Jólanæturinnar á Hafnarskeiði, er þá ólík-
legt, að fleiri minjar af áhrifum frá Bums geti verið að finna
í ljóðum Gríms? Svo að dæmi sé nefnt, virðist mér auðsær
skyldleiki með dularverunum í Jólanóttinni og Kveldriðum
Gríms, svo ólík sem þau ljóð em að öðru leyti.
Aðdáun Stephans G. Stephanssonar á Bums er ótvíræð
af formálsorðum þeim, sem hann lætur fylgja þýðingu sinni.
Ævikjör þeirra og lífsviðhorf vom og að ýmsu leyti lík. Sést
það á mörgu, en einna hezt, ef borin eru saman Eftirköst
Stephans og hið ágæta kvæði Bums: Faðir minn var bóndi
(My Father was a Farmer), sem er fágæt sjálfslýsing og
sýnir, hve vel skáldið sættir sig við að neyta brauðsins í sveita
síns andlitis.
Af núlifandi ljóðasmiðum minnir Sigurður Einarsson mig
einna mest á Bums. Gleði líðandi stundar og andvörp treg-
ans finna jafnt hljómgrunn í sálum beggja. Hjá yngri skáld-
unum hef ég ekki orðið var áhrifa frá Robert Bums.
Samt sem áður lifir andi þessa höfuðspámanns enn á meðal
vor, ekki sízt þeirra, sem komnir em á miðjan aldur eða vel
það. Vér dmkkum snemma í oss þann frjálsmannlega hug,
sem lyftir kvæðinu Hví skal ei bera höfuð hátt í veldi dýr-
legs skáldskapar hjá Bums og Steingrími. Bræðralagshugsjón-
in, sem hreif alla á fyrstu áratugum þessarar aldar, yljar enn
þá notalega við lestur þess. Og sáttmáli vináttunnar verður
enn eigi staðfestur innilegar á annan hátt en með því að
syngja Hin gömlu kynni, einnig hér úti við heimskautsbaug.
1 æsku dreymdi Bums um frægðina. Hann öðlaðist hana
óvænt og furðu-fljótt. Síðan hefur sú eftirsótta, en oft von-
brigðum valdandi dís, ekki við hann skilið. Og þó að allt hans
líf yrði ömurleg barátta við fátækt, sorgir og sjúkleika, má
efast um, að nokkurt óskabam hamingjunnar ætti svo fagn-
aðarríkar stundir á stuttri ævi sem Robert Burns. Og er ekki
einmitt djúp og einlæg gleði, þótt meini blandin sé og bundin
sárustu örbirgð, einhver allra sönnustu gæði lífsins?