Skírnir - 01.01.1959, Síða 82
78
Skarphéðinn Pétursson
Skímir
taldi drottinsvik? Hvert fór Nikulás prestur, er hann „sigldi
. . . samsumars aftur og með margar lestir skreiðar vegna
biskupsins“? Fór hann ef til vill til Englands í óleyfi eða er
þessa getið vegna einhvers málareksturs, er af þessu hefur
hlotizt? Minna má á átök Englendinga við Þjóðverja og kon-
ungsvald hér á landi tnn þennan tíma. Þeir virðast hafa ráð-
ið hér lögum og lofum. Þegar þess er einnig gætt, að Jón
biskup Gerreksson átti þýzkum kaupmönnum illt að launa
úr Uppsalaferð sinni, þá má segja, að mörgum gætnari manni
hefði orðið það að láta foman óvin án stuðnings og jafnvel
styðja að falli hans, ef hægt væri.
Þessum spurningum og öðmm álikrnn er ekki hægt að
svara. Engar heimildir eru til, en það væri gott, að þeir, sem
skrifa um Jón Gerreksson, gerðu sér grein fyrir því, að um
dvöl hans hér á landi er mjög fátt vitað, en þó enn færra
með vissu.
Með þeirri bón skal þessi samtekt enda.
TILVITNANIR:
1) J. H.: Kristnisaga Islands I, 226.
2) G. Djurklo: J.G. árkebiskop i Uppsala 1408—1421. Historisk Tids-
skrift 1894, 189—226.
3) Bricka VIII.
4) C. Silverstolpe: Svenskt Diplomatarium 11,547 Nr. 1620.
5) C.S.: Sv.Dipl. 11,553 Nr. 1623.
5a) Acta Pontificum Danica II, 196 Nr. 1126. Sv. Dipl. II, 61 Nr. 1002.
6) C.S.: Sv. Dipl. III, 472—479 Nr.2661.
7) C.S.: Sv. Dipl. III, 492—3 Nr. 2676.
8) Ib. —- Maríumessu.
9) Ib.
10) C. S.: Sv. Dipl. III, 93 Nr. 2165.
11) Hér á landi byrja lýsingar á 13.öld. (J.H.: Kristnisaga Islands 1,616.
— En af hverju er ekkert minnzt á lýsingar hið fyrra sinni milli L.
og H.? Því get ég ekki svarað).
12) C. S.: Sv. Dipl. III, 237—8 Nr. 2360.
13) C. S.: Sv. Dipl. III, 458—9 Nr. 2643.
14) C. S.: Sv. Dipl. III, 449 Nr. 2630.
15) C.S.: Sv. Dipl. III, 457 Nr.2641.
16) C. S.: Sv. Dipl. III, 586—8 Nr. 2794.