Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 214
208
Ritfregnir
Skirnir
ekki af því, að Njála sé það líka, enda eru þessar sögur gjörólíkar að sam-
setningu og anda. Það er nær óhugsandi, að maður, sem leitast við að
semja vamarrit eða níðrit, skrifi slika sögu sem Njálu; til þess er Njála
of stórbrotin, of margþætt, of mikið listaverk. En vissulega bar Barða að
ræða um samsetningu og boðskap Njálu í heild, en ekki benda eingöngu
á Mörð Valgarðsson, Höskuld Hvítanesgoða eða kynvillubrigzl. Þetta eru
aðeins einstakir steinar í allri sögubyggingunni.
Áður en frá er horfið, er skylt að geta þess, að Njálusérfræðingurinn
Einar Öl. Sveinsson stendur á öndverðum meið við Barða; já, og það svo,
að hann telur ekki 4. liS kenningakerfis Barða umtalsverðan — ef dæma
má eftir þögn hans í Njáluútgáfu hans. Niðurstaða hans er öll önnur (sjá
t. d. Á Njálsbúð 151 o. áfr.). Af framansögðu er einsætt, að Einar er í
fullum rétti.
Vísindaleg vinnubrögð Barða eru fyrir neðan allar hellur; hann brýt-
ur í gegn velflestum vísindareglum: 1) Les inn í textann skýringar, sem
ekki er fótur fyrir — 2) ræðir ekki jöfnum höndum rök með og móti —
3) dregur óleyfilegar ályktanir af efnivið sínum o. s. frv. öll þessi brot
stafa ekki af því, að hann kunni ekki tökin, heldur af hinu, að honum er
þetta slíkt kappsmál, að tilgangurinn helgar meðalið. Ritgerðir hans eru
því miður fremur áróðursrit en vísindarit. Þetta er þungur dómur, en ég
verð að segja hug minn allan.
Þótt hér hafi lengstum verið dvalizt við hið neikvæða í ritgerðum Barða
— eins og oft vill verða i ritdómum — mega menn ekki ætla, að greinar
Barða séu á engan hátt lofsverðar.
Skal fyrst geta þess, að Barði ritar ljómandi fallegt mál, svo að unun
er að lesa. Barði var fyrst og fremst sagnfræðingur og sem slíkur bregður
hann upp oft á tíðum hrífandi svipmyndum af viðsjám og flokkadráttum
Sturlungaaldar. Ritgerðimar bera vitni höfundi um frábærar gáfur, hug-
myndaflug og tengigáfu. Að þessu leyti minnir Barði á visindamenn eins
og S. Bugge, M. Olsen og K. Malone — og er þá ekki leiðum að líkjast.
Barði gerir fjölmargar gullvægar athugasemdir i ritgerðum sínum, og
það væri óréttlátt, ef þeim yrði ekki gaumur gefinn vegna heildarsvipsins.
Enn fremur knýr Barði vísindamenn til að kanna ger en fyrr samtið
höfundanna til hlitar. Loks munu ritgerðir Barða um nánustu framtið
örva einatt til rannsókna og umræðna um þessi mál, og er þá hlutskipti
Barða veglegt.
Bjarni GuSnason.
Einar Ól. Sveinsson: Dating the Icelandic Sagas. Viking Society for
Northern Research. Bristol 1958.
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að allir eru höfundar Islendinga
sagna ókunnir, og sú staðreynd varð meginstoð hinnar svonefndu sagn-
festukenningar — þótt vissulega kæmi fleira til. Málsvarar hennar leit-
uðu þvi að sjálfsögðu ekki að höfundum sagnanna, og timasetningin varð