Skírnir - 01.01.1959, Síða 126
122
Aðalgeir Kristjánsson
Skimir
raad i Forbindelse med Cancelliets Forestilling betræffende
Udkastet til bemeldte Anordning.
Befalende Eder Gud.
Givet i Vor Residentsstad Kjöbenhavn lste Marts 1843.
Cristian R.
Kansellíið settist nú enn einu sinni á rökstólana og samdi
heillanga álitsgerð um málið.15) Hún hefst á því, að efni
bænarskrárinnar er rakið, síðan er lagt út af textanum. Og
er fyrst vikið að því, að þeir, sem séu í meiri hlutanum, séu
flest íslenzkir stúdentar, sem ekki hafi lokið prófi, en meðal
þeirra, sem séu í minni hlutanum, séu menn eins og Grímur
amtmaður. Síðan eru röksemdir bænarskrárinnar hraktar lið
fyrir lið og vitnað til þeirra, sem voru á öndverðu máli um
þau atriði, sem óskað var að breytt yrði. Þessi greinargerð
er löng og ákaflega torlesin, en hin bezta heimild um af-
stöðu kansellísins til Alþingismálsins, en ekki er staður né
stund til að birta hana í heild í þessari grein. Engar heim-
ildir eru kunnar um það, hvort átök hafa verið um hina end-
anlegu ákvörðun, en svo er að sjá sem Stemann gamli hafi
verið eitthvað tvístígandi, því að hann hefir hripað þessi orð
á spássíuna hjá niðurlagi álitsgerðarinnar: „det formenes dog
at være rettest, at dette forbliver staaende. Stemann.“
En hann sagði einnig: „vi alene vide“, og það var sú skoð-
un og afstaða embættismannanefndarinnar, sem mótaði hið
endurreista Alþingi, sem konungur fór eftir, þegar hann birti
úrskurð sinn 8. marz 1843.
Afstaða Islendinga til Alþingismálanna var mótuð af stefnu
tveggja kynslóða, er hvor hafði sitt sjónarmið. Embættismanna-
stéttin var alin upp í anda einveldisins, enda gekk henni illa
að skilja hlutverk Alþingis að veita þjóðinni tillögurétt um
stjóm landsins. Þetta kom ljósast fram á embættismannasam-
komunni og hjá fulltrúum Islands á þinginu í Hróarskeldu.
Gegn þeim voru nokkrir stúdentar ungir að ámm með litla
eða enga stjórnmálareynslu og þjóðfélagsskoðanir, sem vom
einveldisstjóm þymir í augum. Leikurinn var eins ójafn og