Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 191
Skírnir
Doktorsrit Haralds Matthíassonar
185
Þá víkur praeses næst að samtölum, og er þar í byrjun
skemmtilegur þáttur um barnamál. Uppistaðan í þessum þætti
er úr þremur áttum. Praeses styðst við tvö erlend rit, Borne-
sprog eftir Otto Jespersen og Die Kindersprache eftir Clara
og William Stern. Vel má vera, að hann hefði getað stuðzt
við nýrri rannsóknir. En ég skal fúslega játa, að ég hefi ekki
fylgzt með því, sem út hefir komið um þessi efni á síðari ár-
um. En þetta tvennt, niðurstöður þeirra Stern-hjóna og Jes-
persens, gera þennan þátt ekki merkilegan, heldur eru það
athuganir höfundar sjálfs. Hann hefir athugað talþróun barna
sinna fjögurra, einkum tveggja hinna elztu, sbr. bls. 177.
Athuganir hans leiða að vísu til svipaðrar niðurstöðu og er-
lendar rannsóknir hafa gert. En þær eru ekki síður mikils
virði fyrir það. Eftir athuganir doktorsefnis vitum við meira
en áður um talþróun íslenzkra barna. En vitanlega verður
að gera sér ljóst, að ekki má draga af þessu of miklar álykt-
anir, því að talþróunin hlýtur að vera mjög háð greindarstigi.
En sennilegt er, að talþróun annarra barna, sem á svipuðu
stigi standa og þau, sem athuguð voru, fylgi svipuðum regl-
um1). Ég get ekki stillt mig um að vitna til þess, sem praeses
segir um heildarniðurstöður sínar af þessari athugun. Það
er á þessa leið:
Niðurstaða af athugun þeirri, er hér hefur verið gerð, er
þá sú, að barn, sem er rúmlega hálfs þriðja árs, hefur feng-
ið talsverðan orðaforða, notar flestar aukasetningar og teng-
ir þær, a. m. k. að allmiklu leyti. Einnig er athyglisvert,
hversu mjög fyrstu aukasetningum bamanna svipar til
þeirrar gerðar setninga, sem fræðimenn hyggja, að auka-
setningar hafi myndazt af. Þróun bamamáls minnir að
þessu leyti á málþróun yfirleitt, og svo er um fleira, t. d.
upphaflega algera vöntun aukasetninga og síðar einfalt form
aukasetninga, enda þótt margt hljóti að vera ólíkt um þró-
1) Ég get bætt því við, að ég athugaði nokkuð talþróun tveggja elztu
barna minna. Við greindarmælingu reyndust þau hafa svo að segja sömu
vísitölu, en þó var talþróun þeirra mjög ólík. Annað barnanna fylgdi svip-
uðum reglum og börn höfundar.