Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 192
186
Halldór Halldórsson
Skírnir
un barnamáls og þróun málsins yfirleitt, svo sem Révész
hefur bent á. (Bls. 184).
Eftir aS hafa fjallað um bamamálið vikur praeses að tali
fullorðinna manna. Hann gerir sér góða grein fyrir málleg-
um aðstæðum. Að vísu hefði verið gagn að því fyrir praeses
að kynna sér ýmislegt, sem um þau efni hefir verið skrifað.
Raunar má margt um það finna í bókum, sem til er vitnað
í heimildaskrá, en ekki hefir praeses séð ástæðu til að vitna
til þess. En hvað um það, skoðanir hans á þessum efnum eru
að mínu viti skynsamlegar og í góðu samræmi við það, sem
aðrir fræðimenn hafa um þetta sagt. Á bls. 187 skýrir praeses
frá því, að hann hafi athugað 2400 orð úr talmáli fullorðinna
manna og niðurstaðan orðið, að þessi orð mynduðu 455 setn-
ingar og setningabrot. Af þessum setningum voru 85 auka-
setningar eða að þvi er mér telst til 18,7 prósent af heildinni.
Á bls. 192—194 dregur praeses ályktanir af þessum athug-
unum sínum. Sýnist mér það gert af skynsemd og íhygli og
sé ekki ástæðu til að ræða það nánara.
Þessu næst víkur praeses að ræðum. Hann hefir náð orð-
réttum ræðum þingmanna og vitnar í þær og birtir kafla úr.
Ræðurnar eru, sem sé, ekki eftir prentuðum heimildum, held-
ur beint af vörum þingmanna sjálfra. Ekki veit ég, hvort þeir
kunna doktorsefni þakkir fyrir, en við, sem fáumst við rann-
sóknir á íslenzku máli, teljum það höfuðkost, að ræðutext-
arnir skuli birtir í upprunalegri mynd. Praeses minnist á
ýmsar ræðugerðir, og honum er vel ljós aðstaða ræðumanns-
ins. Einna skýrast sést þetta á bls. 198. Á bls. 199 er birtur
ræðukafli. 1 honum eru 19 setningar, fjórar aðalsetningar og
fimmtán aukasetningar. Þennan ræðustúf telur praeses sig
geta stytt í þrjár setningar, allar þeirra aðalsetningar. Þetta
er mjög athyglisvert fyrir þingmenn. Þótt ég sé að vísu and-
vígur stílaleiðréttingum af þessu tæi, tel ég niðurstöðuna
eftirtektarverða. Praeses er kurteis maður. Hann stillir sig
um að segja, að ræðugerð af þessu tæi sé ekki mælska, held-
ur mælgi.
Niðurstaðan af athugunum doktorsefnis á ræðum er sú,