Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 97
Skimir Um hina ermsku biskupa 93
Ásmundur höfuðlausi verður til þess að setja megi málið í
heild öðruvísi fram.
Paszkiewicz segir réttilega, bls. 174, að tími Jarizleifs ein-
kennist einkum af hinu nána sambandi milli Garðaríkis og
Norðurlanda og að staðreynd þessi hafi verið sett fram af
mörgum fræðimönnum.
Nú má setja það fram, að Jarizleifur er sjálfur norrænnar
ættar, en hann er og mágur Emundar gamla Sviakonungs,
kvæntur Ingigerði systur hans, og hann er enn fremur tengda-
faðir Haralds harðráða, er átti Ellisif (Elisavetu) dóttur hans.
Og þar við bætist, að Jarizleifur innleiðir að fullu býzanzkt
stjórnarfar með sjálfstæðri kirkju, þótt aðeins stæði nokkur ár.
Og keiminn af því viðhorfi má einmitt finna í svari Haralds
til Aðalberts, eftir frásögn Adams: „Se nescire quis sit archi-
episcopus aut potens in Norvegia nisi solus Haraldus“ -—•
Ég þekki engan erkibiskup í Noregi, nema sjálfan mig, Har-
ald. — Hin austrænu áhrif samtímis í Svíþjóð og Noregi um
miðja ll.öld stafa sennilega að mestu leyti frá Jarizleifi og
Garðaríki, enda þótt Haraldur harðráði kynntist sjálfur býz-
önzkum stjómarháttum og kæmist til metorða í Miklagarði.
Af þeim heimildum, sem hér hafa verið notaðar, verður
ekki sannað, að hinir ermsku biskupar hafi verið frá Erm-
landi við Eystrasalt, en líkur benda til þess. Ætti það þá að
hafa orðið í átökunum í Póllandi milli kirkjudeildanna inn-
byrðis eða vegna áhlaupa heiðingjanna að norðan, að þeir
lögðu úr landi. Þó skal tekið fram, að nokkur fjöldi kirkna í
héraðinu, er borgin Vladimir stendur í, sýnir greinileg arm-
enísk áhrif, samanber David Talhot Rice: Russian Icons, Lon-
don, N.Y., 1947, bls. 18. Sú borg stendur skammt sunnan við
Súrsdali (Suzdal) í Volguhémðunum norðaustan við Moskvu.
Það má þó telja vafalítið, að þeir hafi komið hingað til lands
eystri leiðina. Hins vegar má gera ráð fyrir, að girzkur í
Grágásartextanum merki gerzkur. Það er þó undir því komið,
ef til vill, hversu orðrétt bréf Aðalberts hafi verið tekið í lög.
En hinn fyrsti erkibiskup innlendi í Kænugarði var nor-
rænn. Vart hefur hann verið sá eini af þeim stofni í kirkju