Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 201
Skírnir
Ritfregnir
195
hennar. Margt er það smátt, sem saman er tint í þessari stóru bók, enda
er slikt ekkert feimnismál höfundinum sjálfum.
Bókin hefst á stuttum þætti um staðhætti og fólksfjölda i Hraunshverfi,
en svo nefnist byggðarhverfið í landi jarðarinnar Hrauns, þar sem í önd-
verðu var fombýlið og landnámsjörðin Framnes milli Eyrarbakka og
Stokkseyrar sem nú er. Þá kemur langur kafli, sem er meginás bókar-
innar, því að í honum er rakin saga Hraunshverfis eftir heimildum og
er höfð í formi bændatals á hverju býli fyrir sig. Er bændaröðin rakin,
eftir því sem heimildir vinnast til, og stiklað á æviatriðum manna. Síðan
kemur annar langur kafli, þar sem höfundurinn þrengir sviðið og tekur
að rita persónusögu forfeðra sinna og skyldmenna á Gamla-Hrauni og
gerir mörgum þeirra skil í sérstökum afmældum þætti hverjum fyrir sig.
Loks er svo langur kafli með sögum úr Hraunshverfi, og er mest af því
áður prentað, einkum í fslenzkum sagnaþáttum og þjóðsögum höfundar-
ins sjálfs, og finn ég ekki að því; þessar sögur eru að vísu ekki allar nein
kjarnafæða, en þær eiga heima í þessari bók og eru allar úr lífi þess fólks,
sem sagt er fró framar í bókinni og spegla hugarheim þess.
Þó að þessi bók heiti Saga Hraunshverfis, er hún fyrst og fremst per-
sónusaga og ættfræði. Þarna er saman kominn geysifjöldi manna, sem
settir eru i ættarsamhengi, enda fylgja bókinni 18 ættarskrór og manna-
nafnaregistur upp á 40 síður. Enginn efi er á, að hér er unnið mikið verk
til hagræðis ættfræðingum, en játa skal ég það blygðunarlaust, að mig
skortir alla burði til að staðreyna, hversu öruggur höfundur er í ættfærsl-
um. En ekki er ástæða til að ætla, að svo reyndur ættfræðingur sem pró-
fessor Guðni kunni ekki vel að gera skil fyrir mönnum í ættbyggð sinni.
Persónusagan er nátengd ættfræðinni, og það sem höfundur segir frá
sögufólki sínu er eins og lauf á greinum ættanna. Ekki er það lauf yfir-
leitt mjög skrúðmikið, ekki sagt frá stórum örlögum eða stórbrotnum
persónum, enda heimildir oft mjög takmarkaðar. Smátíningi er samvizku-
samlega haldið til haga heldur en engu, og skal það ekki lasta. Félítill
kviðlingur svo sem formannsvísa eða bæjarvisa getur verið betri en ekki
neitt, og slíkur skáldskapur var aldrei til andríkis ætlaður. Þegar nær
dregur höfundi í ætt hans sjálfs, verða persónulýsingar fyllri, og er þar
vel lýst mörgum mönnum, sem minnisstæðir verða. Og það er ekki
um að villast, að eftir situr í huga manns að loknum lestri býsna fast-
mótuð mynd af fólkinu i Hraunshverfi, daglegu hátterni þess og menn-
ingarstigi yfirleitt.. Að því leyti hygg ég höfund hafa náð marki sinu.
Maður segir við sjálfan sig: Ég hef komið hér áður — og það var þegar
maður las sögu Brynjúlfs frá Minna-Núpi af Þuríði formanni og Kambs-
ránsmönnum. Sami blær leikur um fólkið i þessum ritum, fer það að
vonum. Sá blær er ekki næsta bliður, og ekki voru andlegheit einkenni
manna í Hraunshverfi, brimið á Eyrarbakka ól þá upp við annað. Saga
Hraunshverfis er baróttusaga islenzks alþýðufólks, eins og hún var um
land allt með nokkrum tilbrigðum eftir staðhóttum, alls staðar hörð, en