Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 32
28
Margaret Schlauch
Skírnir
Það liðu tveir áratugir þar til Lelewel sneri sér aftur að
Eddunum, og hafði hann þá öðlazt talsverða starfsreynslu og
var orðinn miklu betur undir verkefni sitt húinn. Að sönnu
hafði hann ekki enn lært fomíslenzku, en hann hafði á þess-
um tíma lagt mikla stund á sögu og kynnt sér fleiri heimildir
en Mallets. Reynsla hans á þessu tímabili hafði og úrslita-
áhrif um framtíð hans. Hann hafði horfið aftur til Vilnu
1815 sem kennari í sögu. Andrúmsloftið við háskólann var
orðið mjög ólíkt því, sem áður var: æskumennirnir vom í
meiri baráttuhug og betur vakandi í pólitískum efnum sök-
um aukinnar harðýðgi keisarastjómarinnar. Stúdentafélagið,
sem nú hét Towarzystwo Filomatyczne, var nú ekki lengur
einskorðað við svið lærdóms og mennta, heldur var þar greini-
lega að finna anda föðurlandsbaráttu. Flestir prófessoranna
komu þar hvergi nærri, en Lelewel lét i ljós samúð sína með
ýmsu móti. Hann skrifaði í vikublaðið Tygodnik Wilenski -—•
fjörlega skrifað rit, sem ljóðskáldið Mickiewics ritaði einnig í,
þar til ritskoðandinn bannaði það. Þannig dróst Lelewel inn
í þá hreyfingu, sem náði hámarki sínu í byltingaruppreisninni
1830—31. Jafnvel eftir að búið var að gera Lelewel að pró-
fessor 1821, hélt hann áfram að styrkja tengsl sín við hina
föðurlandssinnuðu æskulýðshreyfingu. Hann tók það mjög
nærri sér, er nokkrir stúdentanna vora handteknir vegna and-
stöðu sinnar við hina auknu íhlutun afturhaldssinnaðra yfir-
valda um málefni háskólans. Sumir þessara ungu manna dóu
í fangelsi, en aðrir voru fluttir til Síheríu (1824). 1 örvænt-
ingu sinni út af kúguninni, sem ríkti í Vilnu, fluttist Lelewel
til Varsjár, þar sem hann hitti fyrir svipaðan eldmóð meðal
yngri kynslóðarinnar. Hann varð ráðgjafi hennar og leiðtogi
og starfaði náið með henni, þar til ósigur uppreisnarinnar
1830 knúði hann til að leita hælis erlendis.
Meðal æskumanna í Varsjá var einn, sem með næsta gagn-
rýnislausum hætti lenti út í öfgar fyrir áhrif frá norrænni
goðafræði, sem hann hafði komizt í kynni við af endursögn
Lelewels á Eddunum. Þessi ungi maður var Maurycy Moch-
nacki, eldheitur talsmaður hinnar nýju rómantísku hók-
menntastefnu, er reis gegn nýklassískri stefnu eldri kynslóð-