Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 139
Skirnir
Skozka þjóðskáldið Robert Burns
133
að lítt athuguðu máli í faðm kvernia, sem töfruðu hann. Að
viðhafðri öllu meiri varúð, gat Burns verið í lófa lagið að
skapa sér veraldarlán sem mikilsmetinn borgari í höfuðstaðn-
um. En örlög hans virtust fyrir fram ákveðin. Hve stóra
drauma sem Burns kann að hafa dreymt um hetri framtíð
þessar ævintýraríku vikur, sem hann dvaldist í Edinborg, þá
lét hann þær hillingar ekki lengur glepja sig. Hann ákvað að
taka upp búsýslu á nýjan leik. Líklega hefur honum fundizt
það starf vera í beztu samræmi við æsku sína og eðli, þegar
öll kurl komu til grafar. Þrátt fyrir allt var það vísast bezta
úrræðið að hverfa aftur til síns fyrra starfs, þó að það virtist
ekki hafa upp á annað að bjóða en vonlaust strit. Þó að gott
virtist að teyga af mennta- og gleðilindum borgarinnar í
fyrstu, þá reyndust þær beiskju og eitri blandnar, þegar til
lengdar lét. Þó að samkvæmissalimir væru glæsilegir og hon-
um sýndur þar mikill sómi, þá olli Edinborgarvistin Bums
vonbrigðum. Hún minnti hann jafnan síðan á súran ávöxt.
Þó að ást Bums á konum væri lítil takmörk sett, þá unni
hann ljóðagyðju sinni af meiri staðfestu en þeim öllum. Og
henni gat hann betur þjónað sem bóndi en embættismaður
í Edinborg, jafnvel þótt embættið hefði verið prófessorsstaða
við háskólann. Þó að tómstundir yrðu stopular, gat búsýslan
veitt honum frelsi og náttúmfegurðin innblástur til að skapa
eitthvað, „sem vert væri að geymast," eins og Bums af sannri
hógværð komst að orði í bréfi til vinar síns frá þeim ámm.
önnur útgáfa af ljóðum Bums var prentuð í Edinborg vor-
ið 1787. Eftir útkomu þeirra hófst sannkallað skemmtiferða-
sumar í lífi skáldsins og það eina á ævi þess. Fyrst ferðaðist
Bums ásamt vini sínum um suðausturhéruð Skotlands allt til
Cheviothæða við landamæri Englands. Alls staðar var honum
tekið sem konungi vegna frægðarinnar, sem hann hafði öðl-
azt. Fólk kepptist við að gleðja skáldið og heiðra. Á heimleið-
inni notaði hann tækifærið til að skoða bújörðina Ellisland,
er hann ákvað að taka á leigu og stofna heimili handa sér og
Jean Armour, er þá hafði gefið honum jáyrði til eiginorðs.
Næst fór Bums í Vestur-Hálönd stutta ferð einn saman, en
síðan við annan mann langferð til norðvesturhéraða Skot-