Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 166
160
Sigfús Haukur Andrésson
Skímir
nefnd, fékk kaupmaðurinn á staðnum aðeins helminginn, en
hinn hlutann seldi nefndin kaupmanni nokkrum í Korsör,
sem hafði orð á sér fyrir framtakssemi, þótt vonir þær, sem
nefndin gerði sér um hann, virðist ekki alls kostar hafa rætzt.
Töldu nefndarmenn nauðsynlegt að stuðla að því, að fleiri
en einn maður ræki verzlun á þessari aðalhöfn Norðurlands,
sem nú hafði verið veitt kaupstaðarréttindi. Það var einnig
ætlun sölunefndarinnar að skipta eignum verzlananna í
Reykjavík og á Eyrarbakka, en kaupmennirair á þessum stöð-
um sóttu það svo fast að fá allar eignimar, að nefndin lét und-
an síga. Höfðu aðstoðarkaupmaðurinn og undirkaupmaðurinn
á Eyrarbakka viljað fá hluta af eignum verzlunarinnar þar,
bæði vörur og vörugeymslu- og fiskverkunarhúsin í Þorláks-
höfn og Selvogi, sem töldust til eigna Eyrarbakkaverzlunar, í
þeim tilgangi að koma upp verzlun í Þorlákshöfn, en Petersen
kaupmaður vildi enga keppinauta í nánd við sig og hafði sitt
fram.
Af þeim 7 höfnum, sem ekki varð endanlega ráðstafað vorið
1788, voru kaupmenn þeir eða aðstoðarkaupmenn, sem þar
höfðu aðsetur, settir til að annast útsölu á vörum þeim, sem
eftir voru þar óseldar. Skyldu þeir eingöngu selja gegn stað-
greiðslu og hafa ákveðinn hundraðshluta í sölulaun og einnig
reyna að innheimta sem mest af útistandandi skuldum verzl-
unarinnar gegn innheimtulaunum. Að öðru leyti skal þess
getið, að sölunefndin reyndi jafnan að fá kaupmenn þá, er
við verzlunarstöðunum tóku, til að innheimta útistandandi
skuldir konungsverzlunarinnar.
Ekki taldi sölunefndin ástæðu til að senda neinar vörar til
viðbótar á þessar 7 hafnir, enda lágu flestar þeirra tiltölulega
skammt frá þeim höfnum, sem þegar hafði verið ráðstafað,
nema Skagaströnd og Reykjarfjörður, er nefndin talar jafnan
um sem nyrztu hafnir landsins og þær erfiðustu fyrir allar
siglingar. Á Skagaströnd taldi nefndin nægar vörubirgðir fyrir
hendi, og væri því íbúunum á svæði því, er lá til Skaga-
strandar og Reykjafjarðar, engin hætta búin vegna skorts á
nauðsynjum. Aðalvandamálið í sambandi við þessar hafnir á
árinu 1788 væri, að útflutningsvörurnar þaðan kæmust á