Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 63
Skirnir
Um Jón Gerreksson
59
haft einhverjar óljósar sagnir. Þjóðerni sveinanna virðist vera
búið til í því skyni að blása lífi í gamalt örnefni í túni Skál-
holts. Engar líkur benda til þess, að neinn sveina Jóns Ger-
rekssonar — hvað þá allir — hafi verið írskrar ættar. Og í
Iragerði telja fróðir menn, að aldrei muni hafa verið grafinn
neinn maður. En auðvitað verður það verkefni fornleifafræð-
inga að ganga úr skugga um, að sú tilgáta sé örugglega rétt.
Þess má geta, að nýlega hefur verið skrifað um þetta efni43)
og komizt að líkri niðurstöðu.
Hver grunur er að þeirri staðhæfingu, að sveinar biskups
hafi verið „næsta mjög ómildir, svo að biskup réð litlu eða
öngvu fyrir þeim“? Ekki ber allt upp á sama daginn, en ólíkir
hafa þjónustumenn biskups í þennan tíma verið kórsbræðr-
um í Uppsölum, ef Jón biskup hefur engu ráðið fyrir þeim.
Og hver nauður gat rekið Jón biskup til þess, að: í fyrsta lagi
taka í þjónustu sína og í öðru lagi hafa í þjónustu sinni menn,
sem hann réð litlu eða öngu fyrir? Niðurstaða um þetta hlýt-
ur að verða sú, að vera kunni, að sveinar biskups hafi komið
illa fram hér á landi og gert sig og húsbónda sinn óvinsæla,
en mjög ósennilegt sé, að þeir hafi sjálfir ráðið nokkru um
gerðir sínar, sízt um stórmál. Og víst er, að Björn á Skarðsá
hefur ekki um þetta heyrt. Að því er varðar tölu sveinanna,
má einnig benda á það, að fjöldi þeirra, hafi þeir verið 30,
er langtum meiri en biskup mátti samkvæmt landslögum
hafa með sér á yfirreið. Um þetta atriði voru deilur um
allar aldir. Þaðan spruttu miklar úlfúðarár milli Guðmundar
biskups Arasonar og Skagfirðinga á sinni tíð, sem sjá má í
sögu hans. Um þetta efni er auðveldast að líta í Pínings-
dóm43a), en þar er skýrt tekið fram, að biskup megi ríða með
13 manna fylgdarlið, og er það fjölmennasta fylgdarlið, sem
um getur. Lögmenn og hirðstjórar máttu ekki hafa nema 10
menn með sér og aðrir færri.
Um þá staðhæfingu, að Jón biskup hafi riðið „víða um
land“, ber að hafa það í minni, að það var einn hluti af
starfi biskupsins að riða „viða um land“ og sinna embættis-
skyldum sínum. En óneitanlega er það einkennileg tilviljun,
að nú skuli vera hægt að sanna, að hann hafi farið bæði um