Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 75
Skírnir
Um Jón Gerreksson
71
hafði verið erkibiskup í Uppsölum, en varð að víkja úr erki-
biskupsembættinu vegna ólifnaðar. Eiríki af Pommern Dana-
konungi þótti hann þó nógu góður til þess að verða biskup
hér á landi, og með hjálp hans varð Jón biskup í Skálholti.
Hann hafði með sér marga fylgdarmenn „30 sveina“, er
hann kom hingað. Þeir gerðu sig seka í ýmsum óspektum og
drápu einn göfgan mann, og biskup sýndi af sér svo mikinn
ójöfnuð, að Islendingar tóku hann höndum, settu hann í poka
og drekktu honum í Brúará, en sveina biskups drápu þeir,
hvar sem þeir náðu þeim (1433)“. Hér er einnig byggt á
Árbókum Esphólíns.
Næstur birtir Jón J. Aðils91) sögu sína, er síðar hefur kom-
ið út endurskoðuð af öðrum fræðimanni (Vilhjálmi Þ. Gísla-
syni). Er kaflinn í seinni útgáfunni orðréttur eins og í þeirri
fyrri að þvi einu undanskildu, að í stað orðsins auðvirðilegur
í fyrri útgáfunni stendur auvirðilegur í þeirri seinni. Frá-
sögnin um Jón biskup Gerreksson er tekin úr Árbók Esphó-
líns. Kaflinn um fangavist Teits og Þorvarðar í Skálholti er
nær orðréttur eins og í fyrirlestrunum. Þó hefur Jóni Aðils
á þessum tíma bætzt sú vitneskja, að það hafi verið sumariS
1432, sem þeir félagar hafi verið teknir fastir. En efnislega
er textinn allur frá Esphólín. Ekki má skilja svo við, að ekki
sé bent á niðurlag á formála Jóns Jónssonar (Aðils) fyrir Is-
landssögu sinni: „Að lokum vil ég geta þess, að ég hefi víða
farið allnærri orðalagi annarra höfunda, bæði eldri og yngri,
og jafnvel tekið eftir þeim setningar og kafla á stöku stað,
þar sem mér þótti svo vel og réttilega að orði komizt, að ég
treysti mér ekki til að gera jafnvel eða betur, og vona ég að
menn hneykslist ekki á því. Aðalatriðið er, að bókin sé sem
réttust og fullnægi sem bezt þörfum manna“.62)
Við þetta þarf engu að bæta nema því, að viðkunnanlegra
hefði verið, ef höfundurinn hefði ekki verið að gleiðletra
áherzlu sína á þörfinni og réttleikanum.
Jónas Jónsson ritar næstur63) og endurprentar enn þá einu
sinni frásögn Esphólíns, en styttir þó sumstaðar. „Sveinar
biskups náðu þeim báðum á sitt vald og geymdu þá í járnum
í myrkvastofu í Skálholti. Voru þeir hafðir til að berja fisk