Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 64
60
Skarphéðinn Pétursson
Skirnir
Suður- og Vesturland, en alls ekki að hann hafi til Austur-
lands komið. Er þó fjarri að rengja það eða þá hitt, að hann
kunni að hafa fangað Teit Gunnlaugsson, enda þótt Bjöm á
Skarðsá hafi ekkert um það heyrt. Hitt er torskildara, af hverju
Þorvarður Loftsson situr fanginn í Skálholti. Hann er í þenn-
an tíma ungur, ókvæntur og valdalaus maður og á auk þess
heima á Norðurlandi og því í öðra biskupsdæmi. Ekki verður
að fullu ráðið af heimildinni, hvenær þessar fangelsanir eiga
að gerast né vegna hvers, en svo virðist sem Jón Egilsson hugsi
sér, að Teitur sitji í fangelsinu í Skálholti fram á vor sama ár-
ið, sem hann fer að Jóni biskupi. (Þeir skrifuðust þá (o: strax
og Teitur losnaði úr varðhaldinu) til og tóku með sér dag,
(= dag á því sama ári, því að slíkt er sjaldan ákvarðað
um ár fram í tímann) nær þeir skyldu o. s. frv.). Hann virð-
ist einnig gera ráð fyrir þvi, að þeir hafi báðir verið i varð-
haldinu nokkurn tíma, úr því að þeir era settir til vinnu. Síð-
an losnar Þorvarður „um hausttíma“, með öðrum orðum
haustið 1431 (Teitur hins vegar vorið 1432). Nú er skekkja
um eitt ár hjá Jóni Egilssyni og réttu ártölin eru því 1432 og
1433. En árið 1432 fara fram skipti á dánarbúi Lofts rika
Guttormssonar41). (En þess verður að geta, að ársetning á
því bréfi — eins og raunar fleiri fombréfum — er mjög vafa-
söm. Bréfið er einungis til í afritum, og liggur við, að segja
megi, að ártölin, er afritin stinga upp á — frá 1400 til 1437
— séu hér um bil eins mörg og afritin). Flestar heimildir
munu þó telja Loft ríka dáinn 1432, þótt fleiri ártöl megi
nefna. Yið skiptin er Þorvarður viðstaddur. Ekki hefur hann
verið fangi í Skálholti þá.
Þegar kemur að lausn Teits úr varðhaldinu taka þjóðsagna-
minnin enn að skjóta upp kollinum. Varðmennirnir verSa aS
vera tveir — en tvennd er alkunnugt þjóðsagnaminni45).
Þeir sofna ekki, en þeir verða í staðinn drukknir og þá her
auðvitað að því, að þeir týna lyklunum að fjötrunum — eins
og tröllin í ævintýrunum — og svo finnur bjargvætturin lyk-
ilinn og leysir bandingjann. — Síðan hefnir bandinginn sín
á tröllunum. Nei. Síðan hefnir Teitur sín á biskupinum og
launar bjargvætti sinni höfðinglega. En hvar veruleikanum