Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 124
120
Aðalgeir Kristjánsson
Skímir
og prentuð í Fréttum frá Fulltrúaþíngi í Hróarskeldu 1842,
bls. 232—33. Hún er á þessa leið:
Mildasti herra
Naadigste Kronprinds!
Ávallt munu Islendíngar muna þá daga, þegar þeim auðn-
aðist að sjá Yðar Konúngliga Tign sín á meðal og glöddust
við ljúfmennsku Yðar og lítillæti. Margir velgjörníngar af
hendi Yðvarrar konúngligrar Tignar hæði við landið og lands-
menn hafa síðan knýtt enn fastara ástarhand það sem þá
tengdist og aldrei mun slitna. En því fastara er það og því
helgara, sem Hans Hátign konúngurinn hefir vígt það hátíð-
ligri vígslu, þarsem hann hefir af náð sinni leyft Islendíng-
um frjálsliga að leita Yðvarrar konúngligrar Tignar þegar
nauðsyn vor liggur við.
En nú er það mál fyrir hendi sem merkiligra er og meira
vert enn nokkurt annað sem Islandi viðvíkur, og það er um
skipun alþingis, þess sem Hans Hátign konúngurinn hefir
veitt landinu sjálfkrafa og hera mun vott speki hans og gæzku
um allar ókomnar aldir, ef því verður hagað svo sem hann
hefir sjálfur hent til í allrahæstum úrskurði 20ta Maím, 1840.
En frumvarp það til alþíngislaganna, sem lagt var fram
á þíngi í Hróarskeldu í sumar er var, og byggt er að mestu
á undirlagi nefndar enna islenzku embættismanna, í Reykja-
vík, virðist oss eigi vera að öllu samkvæmt enum spakligu
og ágætligu bendíngum Hans Hátignar konúngsins, þareð
nefndin hefir tekið en dönsku þínglög sér til fyrirmyndar
svo sterkliga, að hún hefir fylgt þeim jafnvel þar, sem hún
hefir sjálf sýnt og sannað að annað væri landinu hentugra;
en fyrirheit konúngsins verður enganveginn skilið öðruvísi,
enn að hann hafi heitið þjóðinni ráðgjafarþingi, sem skipað
væri á þann hátt sem landinu væri haganligastur eptir ásig-
komulagi þess.
Vér vitum að vísu hvílíkan vanda vér tökumst á hendur,
að tala máli þjóðar vorrar í svo mikilvægu efni, en einmitt
mikilvægi málsins knýr oss og sú. sannfæríng vor, að alþíng
sé hyrníngarsteinn allrar framfarar Islands og Íslendínga ef