Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 196
Skírnir
190 Ritfregnir
Próf. Björn samdi kandídatatal, sem gefið var út 1947. Náði það yfir
timabilið frá stofnun prestaskólans 1847 til útgáfuársins. Þessi bók er
2. útgáfa af henni, þótt svo standi ekki á titilblaði. Hefir sumt verið leið-
rétt, er rangt var í fyrri útgáfunni, og bætt við ýmsu, sem áður vantaði,
auk þess sem taldir eru þeir guðfræðingar, sem við hafa bætzt, eftir að
fyrra ritið kom út. Eins og raunar við mátti búast, vantaði ýmislegt í þá
bók. Nokkrar skekkjur var þar að finna, og sumt var þar jafnvel villandi.
Talsvert bar á því að laungetnum bömum væri sleppt úr, eins og því
miður hefir oft viljað við brenna í slíkum tölum. En semjendurna má
aldrei henda sú slysni að breiða yfir launbörn, þótt sumir feður kynnu
að vera svo lítilmótlegir að vilja draga fjöður yfir þau, heldur verður
hinn vísindalegi heiðarleiki að sitja í fyrirrúmi. Launböm eru engu
ómerkari en þau skilgetnu, og þau auka kyn sitt ekki síður en skilgetin,
svo að ættstuðlar koma frá þeim, er timar líða.
Ég geri ráð fyrir, að próf. Björn sé svo heiðvirður fræðimaður, að hann
falli ekki í þessa freistni að yfirlögðu ráði. En furðulegt þykir mér samt,
ef hann hefir ekki vitað um móðerni sr. Ragnars Fjalars Lárassonar, sem
hann nefnir þó ekki í fyrri útgáfu, og lætur líta út eins og hann væri
hjónabandsbam, því að það mál var raunar landskunnugt. En úr þessu
hefir hann bætt í þessari útgáfu. 1 fyrri útgáfu sleppti hann einnig laun-
börnum sr. Amljóts Ölafssonar á Bægisá, en úr þessu hefir hann bætt
í þessari útgáfu. Á hinn bóginn hefir hann i hvoragri útgáfunni getið
launbarna nokkurra presta, meðal annars launbarna tveggja klerkvígðra
manna hér í Reykjavík.
1 fyrri útgáfunni var ætt sr. Gísla Jóhannessonar á Reynivöllum rangt
rakin (einum lið sleppt úr). Þar var sagt, að Jóhannes hreppstjóri í Hof-
staðaseli, faðir sr. Gísla, hefði verið sonur Jóns Péturssonar læknis, en
svo var ekki, heldur var Jóhannes sonur Jóns hreppstj. að Bjamastöðum
og Hofstaðaseli, launsonar Jóns læknis (sbr. P. G. Annáll 19. aldar II,
bls. 316; B. B. Smæfir I, bls. 237; ísl. æviskrár III, bls. 248; rangt er aftur
á móti rakið í sama riti II, bls. 59). Þessa villu hefir höf. láðst að leið-
rétta í þessari útgáfu. 1 kaflanum um sr. Hjörleif Einarsson á Undom-
felli er ekki rétt skýrt frá frændsemi hans við sr. Guðmund Sveinsson í
fyrri útgáfu. Það er ekki rétt, að sr. Hjörleifur væri ömmubróðir sr. Guð-
mundar Sveinssonar. Sr. Hjörleifur var afabróðir sr. Guðmundar. Jón í
Fjarðarkoti og víðar, afi Guðmundar, var bróðir sr. Hjörleifs. Ekki hefir
þessi villa verið leiðrétt í siðari útgáfu. Að vísu er þetta ekki meinlegt,
því að í kaflanum um sr. Guðmund er móðir hans réttilega talin bróður-
dóttir sr. Hjörleifs.
I viðbótunum hefi ég rekizt á þetta. Foreldrar sr. Inga Jónssonar eru
talin hjón. Það er rangt, enda fór ekki leynt, að svo var ekki, þvi að
móðir hans höfðaði mál á sínum tíma gegn barnsföður sínum fyrir festa-
slit og krafðist skaðabóta fyrir ráðspjöll (sjá Hæstaréttardóma 1931, IV. b.,
bls. 186—190).