Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 52
48
Skarphéðinn Pétursson
Skírnir
Og óneitanlega varð hann fyrir hnjaski. Var það 25. apríl
141712). Réðst þá flokkur manna að honum í matsal klaust-
ursins, en erkibiskupinn stóð hjá og stjórnaði. Var hann síð-
an dreginn út og langa leið um göturnar. En þá réðst dauf-
dumbur fátæklingur á flokkinn og bjargaði prestinum frá öll-
um þessum flokki. Og ekki var presturinn verr útleikinn en
það, að hann gat strax 4. maí svarið það af kórsbræðrum og
dómprófasti að hafa átt þátt í klögun sinni fyrir Rómarrétti.
Á þessum tíma versnaði samkomulagið milli erkibiskups
og Stokkhólmsbúa. Stafaði það af missætti um skólamál. f
eldsvoða, er gengið hafði yfir í Stokkhólmi 1407, höfðu skóla-
byggingar brunnið, og þær vildi erkibiskup ekki reisa á nýj-
an leik, nema hann fengi að ráða, hverjir yrðu kennarar. En
því höfðu borgarbúar rétt til að ráða. Klöguðu borgarbúar
þetta fyrir Rómarrétti og fengu réttindi sín staðfest 16. júní
1419.13) Og nú tók erkibiskupinn Helleku undir verndarvæng
sinn. Var hún ýmist á slotinu í Stokkhólmi eða í Arnö, en
hafði alltaf hundrað manna fylgdarlið.
Eftir langa bið tókst Ludbert að vinna mál sín með endan-
legum úrskurði Rómardóms. Gerði hann þá kröfu til þess, að
sér yrði afhent konan Helleka, en erkibiskup neitaði þverlega
og bætti við, að sinn dómur skyldi standa, þótt gilti líf, heiður
og eignir sínar, vina sinna og kirkjunnar. Og stefndi þá Lud-
bert málinu fyrir konungsdóm.
Vorið 1419 bjó erkibiskup sig til langferðar. Er þó 18.
maí11) í Stokkhólmi. Hverfur síðan frá Uppsölum í lok maí
eða byrjun júní. Hafa kórsbræður skrifað til umboðsmanns
konungs, Hans Kröpelin, er svaraði þeim 14. júní15) og segir
þeim, að erkibiskup sé í grábræðraklaustri í Stokkhólmi og
hafi ekki talað við sig, en leitað ráða hjá vinum sínum. Þeir
séu að spyrjast fyrir um það, hvað þeir skuli gera, ef hann
komi til Uppsala, og hann svarar því til, að þeir skuli hvorki
verja honum stól né góss. En skömmu síðar fer erkibiskup
suður til Danmerkur. Þangað er hann kominn 9. júlí til þess
að mæta Ludberti fyrir konungsdómi. Gottskálk var í för
með erkibiskupi. En í dóminn höfðu verið kvaddir sex bisk-