Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 53
Skírnir
Um Jón Gerreksson
49
upar og auk þess erkibiskupinn í Lundi. Er Ludbert hafði
reifað málið, en Gottskálk varið, var það lagt í vald biskup-
anna, hvor skyldi hreppa Helleku. Og dómur þeirra varð sá,
að Ludbert skyldi eiga hana, enda væri það í samræmi við
áður felldan dóm Rómardóms, að hjónaband þeirra væri lög-
legt.
Ludbert þakkaði dóminn, en lét þess um leið getið, að hann
vildi fá skaðabætur frá Gottskálki. Því neitaði Gottskálk og
sagðist ekkert hafa gert annað en fylgja ráðum erkibiskups.
Ætti einhver að borga skaðabætur, væri það hann. Svar erki-
biskups við því var stuttaralegt: Sá dómur, er hann hefði
fellt, væri réttur og ætti að halda gildi sínu og réttur væri
hann og yrði, þótt það gilti líf, sál og heiður og allar eigur
sínar, vina sinna og Uppsalakirkju.
Þetta þótti mikið ofmælt, og var nú setzt á rökstóla og fund-
in lagagrein, er mælti svo fyrir, að hver sá dómari, er ei
hlýddi yfirdómi, skyldi missa embætti sitt. Og sama gilti um
óhlýðni við páfadóm. Var þessi niðurstaða sýnd erkibiskupi,
er þá bað konung og ráðstefnuna afsökunar á orðum sínum.
Það sannaðist hér sem löngum, að „fáir eru vinir hins fallna",
og nú komu fram ýms mál, er ekki myndu hafa verið dreg-
in í dagsljósið, nema erkibiskup væri hallur fyrir. Nú kom
fram einn af þjónum erkibiskups og frændi hans að auk.
Sá hét Jeppe Nilsson. Bar hann það, að kona sín væri frilla
erkibiskups16). En þá virðast mér minnka líkur til þess, er
sumir sagnfræðingar Svía halda, að Helleka hafi verið frilla
hans og allur áhugi erkibiskups á málum hennar hafi frá því
stafað. Enginn má heldur halda, að einsdæmi hafi verið að
ógilda giftingu. Þess eru mörg dæmi og sum þeirra íslenzk.
Til dæmis16a) er vitað um húnvetnsk hjón, sem Jón Vilhjálms-
son Hólabiskup skildi rétt eftir þennan tíma. Sór konan „að
hún vildi vera fyrr mannlaus alla sína lífsdaga en hann eiga
og kvaðst aldrei með honum blífa með samþykki eða vilja
og engum manni lofað trú sína til hjónabands og engan mann
haft til líkamslosta til þess að hún vildi skiljast við hann
utan það litla jáyrði, er hún lagði þar til, gjörði hún af for-
4