Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 100
96
Aðalgeir Kristjánsson
Skímir
þjóðina til umhugsunar um þessi mál, og árangurinn af vanga-
veltum stjómarinnar var sá, að 28. maí 1831 gaf Friðrik VI
út tilskipun um stofnun ráðgefandi stéttaþinga, þar sem gert
var ráð fyrir, að Islendingar skyldu hafa sameiginlegt þing
með Eydönum. Ákvörðun konungs og stjómar var tekin í því
augnamiði að stemma stigu við frekari vixlsporum í átt til
þingræðis og lýðræðis, en raunar mun árangurinn hafa orðið
öfugur við það, sem til var ætlazt.
Boðskapur konungs var Islendingum ekkert fagnaðarefni,
þar sem ísland var hér skoðað eins og stifti í Danmörku,
enda kom sú skoðun brátt í ljós. Baldvin Einarsson var að
lesa undir lokapróf í lögfræði, þegar boðskapur konungs birt-
ist. Honum var ljóst, að réttindum Islands var öll hætta búin,
ef dönsk stéttaþing fengju íhlutunarrétt um íslenzk málefni.
I bréfi til Bjama Thorarensens talar Baldvin um það, hvort
ekki mundi bezt fara, að stofnað yrði sérstakt þing á íslandi.
Bjama leizt vel á tillögu Baldvins og hét á hann að senda kan-
sellíinu tillögur um málið.1) Kansellíið leitaði álits islenzku
amtmannanna um þingmálið, er áttu síðan að kynna sér álit
annarra, einkum emhættismanna. Yfirleitt vom emhættis-
mennimir því heldur hlynntir, að Island fengi sérstakt þing
eða samkomu, sem starfaði á svipuðum grundvelli, nema
Bjarni Þorsteinsson. Hann kaus heldur, að Islendingar hefðu
þing sitt úti í Danmörku. Bjami var i hávegum hafður í
Danmörku, og tillögur hans máttu sín mikils. L. A. Krieger
stiftamtmaður studdi Bjarna. Magnús Stephensen vildi ekk-
ert þing. Meðal valdsmanna í Danmörku voru einnig skiptar
skoðanir. Þegar rætt var um þátttöku Islands í hinum fyrir-
huguðu þingum, var meiri hlutinn mótfallinn því, að Island
yrði aðili að hinum fyrirhuguðu þingum. Stemann var hins
vegar hlynntur því, að ísland ætti fulltrúa á þingunum og
taldi það hvorki óviðeigandi né gagnslaust. Ríkisarfinn, síðar
Kristján VIII, tók sæti í ríkisráðinu (statsraadet) í upphafi
marzmánaðar 1831, og það er gaman að vita, að hann var
því fylgjandi, að Island ætti sína fulltrúa á þinginu, því að
liann áleit það: „udenfor al Tvivl, at Islands Tarv aldrig til-
fulde iagttages, deres 0nsker aldrig tilfredsstilles“ 2)