Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 50
46
Skarphéðinn Pétursson
Skírnir
Var nú kallað á málsparta til yfirheyrslu. Gekk það í
nokkru þófi. Við fyrstu yfirheyrsluna mætti Helleka ekki.
Við þá næstu vantaði vitnin, er viðstödd höfðu verið trúlof-
unina. Mættu þau loks í þriðju atrennu, og voru vitnin þá
mjög á banai Ludberts, er þá krafðist þess, að erkibiskup
felldi dóm í máhnu þegar í stað. En erkibiskup kvaðst
segja upp dóminn á kórsbræðrasamkundu í Uppsölum og
stefndi báðum málspörtum þangað. Og er þetta var allt af-
staðið, en það gerðist í Túni, tók hann Helleku í sína vernd
og fór síðan með hana með sér til Stokkhólms. Þar skipti hann
gjöfmn bæði við hana og Gottskálk. Varð hann við það tæki-
færi skuldunautur þeirra beggja, og enn var málinu frestað
um viku.
Enn er til skjal7) gert af kórsbræðrum í Uppsölum undir
forsæti Ólafs Lárentíussonar „laugardaginn eftir assump-
cionis beate Marie virginis“8) (þ.e. 19/8). Bera þeir þar vitni
um, hvað skeð hafi, er Jón erkibiskup kallaði saman kórs-
bræðrasamkunduna „daginn eftir St. Eiríks dag“9). Hefur
þetta því skeð annaðhvort 25. janúar, þvi að 24. er Eiríksmessa
fyrri, eða 19. maí, því að 18. er Eiríksmessa síðari. En ár-
talið má ugglaust telja 1415, enda þótt það sé hvergi nefnt.
1 þessu bréfi játa kórsbræður það, að þeim hafi virzt trúlofun
Ludberts og Helleku rjúfanleg, sökum þess að þar hafi ekki
verið sögð orðin „accipio te“. Er þarna vitnað orðrétt í ýmis-
legt, er fram fór á þessum fundi. Er dómurinn hafði verið
kveðinn upp, áfrýjaði Ludbert honum þegar í stað, fyrst til
erkibiskupsins í Lundi, en að öðrum kosti til Rómardóms páfa.
En Jón erkibiskup neitaði bæði að láta hann fá sýnibréf
(apostolos), og einnig neitaði hann honum um afskrift af
dómnum, og eftir þennan dóm sendi hann út opið bréf um
það, að Helleka mætti þrátt fyrir áfrýjun Ludberts giftast
hverjum, er hún vildi. Vel gæti verið, að það sé í sambandi
við þetta mál, er Jón erkibiskup, ásamt kórsbræðrum, mót-
mælir í bréfi10) frá 23. desember yfirráðarétti Lundarbiskups.
Margt í þessu bréfi virðist miðað við mál þeirra Helleku og
Ludberts. Þar er og bent á, að málum verði að stefna frá