Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 35
Skírnir
Edda Lelewels og Edduefni í ljóðum Slowackis
31
þessu efni almennt, enda þótt hann geti ekki um það og hafi
ekki sótt neinar efnislegar upplýsingar í það rit. Höfundurinn
var Ivan Loboiko, sem sjálfur var kennari við háskólann.
Þetta litla verk hans, sem upprunalega kom út á rússnesku,
birtist á pólsku undir nafninu Skyggnzt í fornbókmenntir
NorSurlanda.12) Svo takmarkað sem þetta ágrip var, er það
eigi að síður vottur þess, hversu endingargóður sá áhugi var
í Vilnu, sem upphaflega hafði verið vakinn með háskólarit-
gerðum hins unga stúdents Lelewels.
Hin nýja úgáfa á Eddu Lelewels var ekki aðeins aukin að
efni, heldur og stórlega að gæðum. I stað hinna stuttu og
mjög ófullkomnu brota úr Sæmundar-Eddu í fyrri útgáfunni,
birti höfundurinn nú langa kafla, er tóku meira rúm en það,
sem helgað var textum Snorra. Þar eru nú flest goðfræðilegu
kvæðin og einnig fáein af hetjukvæðunum. Völsungakvæðin
eru ekki tekin öll; kvæðabálkurinn endar á Sigurdrífumálum;
ekkert er tekið með um dauða Sigurðar og um fall Búrgunda
við hirð Atla. Það, sem tekið er úr Snorra-Eddu, er takmark-
að við goðfræðilegt efni, en alls ekkert er sagt frá Völsungum.
Enn má eins og gefur að skilja finna margar villur. Stund-
um er hægt að rekja einstaka villu aftur til 17. aldar verka
Resens, sem áhrif höfðu á þýðendur seinni tima. Ein tvö
atriði munu nægja þessu til skýringar. í fyrsta erindi Völu-
spár er eftirfarandi vísuorð:
Vildo at ek, Valföður,
vel fyr teljak13),
þýdd eins og heitið Valföður á Öðni sé eignarfall, en ekki
ávarpsfall: Walfodura Sztuki chce opowiedziec (= það er ósk
mín að greina frá íþróttum Val-föður). Þegar árið 1673 hafði
Resen gert tvær latneskar þýðingar á þessum vísuorðum, og
sýna báðar nefnd nafnorð í eignarfalli:
En velim Jovis artes Eloqvi . . .
vellem, Odini, strategemata numerare . . .14)
Sömu túlkun var haldið í Edda Bhythmica, III (1828), er út
kom sama ár og síðari útgáfa Lelewels: