Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 104
100
Aðalgeir Kristjánsson
Skirnir
um hávegum hjá stjórninni, varð Fædrelandet fyrir valinu.
Það átti ekki úr háum söðli að detta með hylli stjómarinnar,
en á hinn bóginn hlynnt öllu, sem stefndi í áttina til þing-
ræðis.
Greinin hét „Islands Deeltagelse i Danmarks Provindsial-
stænder“.5) I henni er rakin saga stéttaþinganna frá upphafi
lýst þeim fögnuði, sem gerði vart við sig vorið 1831, er fyrstu
fregnir um stofnun stéttaþinganna bámst til íslands og menn
gerðu sér vonir um, að Alþingi yrði endurreist í samræmi við
kröfur tímanna, og síðan lýst vonbrigðunum, er ljóst var, að
gagnið af setunni á þingi Eydana mundi á engan hátt vega
á móti kostnaðinum, sem af henni leiddi. Þá var vikið að
bænarskránum 1837 neðanmáls og kansellíið minnt á þær.
Því næst er vikið að því, að mál Islendinga sé svo frábrugðið
danskri tungu, að það eitt sé næg ástæða til þess, að Islend-
ingar hafi sérstakt þing, og þeir verði að velja fulltrúa sína
á þing Eydana með sérstöku tilliti til fæmi þeirra í danskri
tungu, en það komi í veg fyrir, að margir þeirra, sem annars
væru færastir um að vera fulltrúar þjóðarinnar, gætu tekizt
það á hendur. Embættismenn séu eiginlega þeir einu, sem
hægt sé að velja, en það valdi því, að þeir verði að vera lengri
tíma frá embættisstörfum sínum, auk þess sem þeir séu
ekki fulltrúar almennings í landinu, heldur embættismanna-
stéttarinnar, sem hafi greiðari aðgang að stjórninni eftir öðr-
um leiðum.
Síðan er bent á, að lög og siðir Islendinga og Dana séu
ólíkir og hina dönsku fulltrúa skorti þekkingu á málefnum
og staðháttum á Islandi, sérstöðu einstakra héraða og áhuga-
málum þeirra, og jafnvel 4 íslenzkir fulltrúar, er sé það hæsta,
sem hægt sé að gera sér vonir um, að geti tekið sæti á þing-
inu, sé ekki nóg. Til að afla djúptækrar og alhliða þekkingar
á þessum málum þurfi 1—2 fulltrúa úr þeim 18 sýslum, sem
landinu er skipt í. En þess sé enginn kostur, að Island geti
sent slikan fjölda fulltrúa til Danmerkur. Síðan er drepið á
allt það óhagræði, sem sé samfara því að senda fulltrúana
til Danmerkur, og þing með 36 fulltrúum á Islandi yrði kostn-