Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 221
Skímir
Ritfregnir
215
jánssonar á handritum Valla-Lióts s. (1952), textaútgáfu Bjarna Einars-
sonar á Hallfreðar s. (1953), handritakönnun og útgáfu Agnete Loths á
Gísla s. Súrssonar (1956). Telur hún 3 gerðir sögunnar og byggir þar á
útgáfu Jóns Helgasonar á handritinu AM445CI, 4to (1956) af sögunni.
Þá hefði verið fróðlegt og æskilegt að nefna útgáfuna Manuscripta Island-
ica, þar sem þegar hafa verið Ijósprentuð handrit nokkurra Islendinga
sagna. Einnig hefði verið heppilegt að nefna könnun Björns Sigfússonar
á gerðum Ljósvetninga s. í handritaþættinum (28), þótt höfundur vitni
síðar til hennar. Þá er æskilegt að geta rits, ef úr því er tekið orðrétt,
t. d. þegar vitnað er til Hungurvöku (42), en þar mun sennilega vera
vitnað í útgáfu Jóns Helgasonar (1938). Þá kemur fyrir, að menn eru
bomir fyrir skoðunum, en ósagt látið, hvar sönnunar sé að leita (33,53).
Þetta sakar ekki þá, er til þekkja, en þar sem ritið er fyrst og fremst
ætlað enskum lesendum, sem þekkja lítt til íslenzkrar hókfræði, hefði ver-
ið æskilegt, að tilvitnanir hefðu verið fleiri.
Af hinni knöppu frásögn getur fákunnandi lesandi að likindum fengið
einstaka sinnum rangar hugmyndir. Höfundur skrifar þannig um Banda-
manna s. (23), að ætla mætti, að Hallvard Mageröy væri sá fyrsti, sem
telur skinnbókarhrotið af Bandamanna s. í safni Jóns Sigurðssonar að lík-
indum runnið frá texta Möðruvallabókar og hefði því ekkert sjálfstætt
gildi, en sú skoðun er gömul (sjá útg. Finns Jónssonar, bls. IV). Sú skoð-
un Mageröys, að texti Möðruvallabókar af sögunni standi nær frumritinu
en texti sögunnar í Gml. Kgl. sml. 2845 4to, er óviss, ef ekki röng (sjá
ritdóm Anne Holtsmarks, Maal og minne 1958 I—II, 72 o. áfr.), og hefði
mátt geta hinnar almennu skoðunar um tengsl þessara gerða og leggja
vandamálið fram á breiðari grundvelli. Bókin er skrifuð af lærðum manni
fyrir lærða menn, og hefði að ósekju mátt vera ítarlegri. Höfundi til af-
sökunar mun það, að erfitt mun að komast hjá þessu, þegar gefa skal ör-
stuttan þverskurð af mörgum sviðum íslenzkra fræða, eins og gert er í
þessari bók. Verður þá eitthvað út undan.
Áður en frá er horfið, er rétt að geta þess, að G. Turville-Petre, sem er
kunnur öllum, sem fást við íslenzk fræði, hefur þýtt bókina á enska tungu.
Ekki veit ég rök fyrir því, hvers vegna Kormáks s. er einatt nefnd Kor-
maks s.
Vitaskuld eru margar gamlar staðreyndir i þessari bók, en þær eru oft
færðar í nýtt samhengi, sénar frá nýjum sjónarhóli og höfundur hefur
þar að auki margt nýtt fram að færa, t. d. um rittengsl Glúmu og Heims-
kringlu og tengsl Styrmisbókar og Melabókar, svo að eitthvað sé nefnt.
Bókin er ekki aðeins áfangi, horfir ekki einungis um öxl, heldur vísar hún
fram á við og varðar veginn.
öll er bók þessi borin uppi af vísindalegum anda. Hún ber höfundi
vitni um alhliða þekkingu á þessum málum, lærdóm og dómgreind. Bókin
er höfundi og islenzkum fræðum til sóma.
Bjarrti GuSrmson.