Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 54
50
Skarphéðinn Pétursson
Skimir
tölum annarra manna og ótta og hræðslu fyrir föður sínum“.
Má einnig sjá lík bréf síðar í fornbréfasafni.16b)
Eftir Kaupmannahafnardóminn skipaði Eiríkur konungur
Jón erkibiskup í dvöl hjá erkibiskupnum í Lundi. Baðst hann
undan því að vera settur þangað og var þá leyft að dvelja
hjá konungi. Mátti hann ekki fara þaðan. En fljótlega rauf
hann það heit og flýði frá Danmörku. Ekki er vitað hvert, þó
gæti verið, að hann hafi farið til Liibeck, því að þar vill hann
síðan halda málum sínum áfram. En konungi þótti ástæða
til að skrifa kórsbræðrum í Uppsölum17) og biðja þá að hirða
um eignir stóls og kirkju. Og samtímis sendir hann skýrslu
til páfa18). Er skýrslan að vísu týnd, en ekki virðist þar skor-
ið utan af glæpunum. Og einnig eru þar tilfærð orð erki-
biskups, er dómurinn féll, og virðast þau þung á metunum.
En áður en nokkur úrskurður var felldur í Róm vegna bréfs
konungs um mál erkibiskups, var hann kominn þangað sjálf-
ur. Krafðist hann þar fullrar uppreisnar, innsetningar í emb-
ætti og skaðabóta frá þeim, er á móti sér hefðu staðið. Var
nú páfi á milli tveggja elda. En ekki hafði Jón erkibiskup
mál sitt fram. Frekari rannsókn málsins skyldi fara fram, en
Jóhannes erkibiskup í Riga annast hana. Sendi Vilhjálmur
katdínáli honum bréf þess efnis.19) Þessu bréfi svara kórs-
bræður 4. júlí20) og kæra þar Jón erkibiskup. Ákæra þeir
hann mest almennt, en nefna þó árásina á Jóhannes Jung
og auk þess fleiri árásir á klerka, húsbrot og rán. Segja þeir
þetta þess eðlis, að hann sé af verkinu sjálfu fallinn í bann.
Og um ákæru hans þess efnis, að kórsbræður hafi setzt á
eigur hans, svara þeir því, að það sé að konungs boði. En til
frekari tryggingar kusu kórsbræður fulltrúa, er mæta skyldu
fyrir þeirra hönd hjá Rómardómi.21) Og á jólum gefur Jó-
hannes erkibiskup i Riga út stefnu til Jóns erkibiskups Ger-
rekssonar að mæta i Uppsölum þann 16. júní næsta árs22)
og svara þar til saka í málum sínum. Svo virðist sem búizt
hafi verið við fleiri kærum, því að í bréfi frá konungi er
talað um, að erkibiskupinn í Riga eigi nú að yfirheyra um
alls kyns málefni og deilur milli Jóns erkibiskups í Uppsölum
annars vegar, en kórsbræðra í Uppsölum og allra annarra, er