Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 65
Skírnir
Um Jón Gerreksson
61
sleppir og ævintýxið byrjar, um það skal ekki dæmt, en öll
virðist sagan líkari ævintýri en veruleika. Og enn ber að
sama brunni og fyrr: Björn á Skarðsá kannast ekki við þessa
sögu.
Við II. Hér byrjar tal um Kirkjubólsbrennu. Og sam-
kvæmt tímasetingu heimildanna á hún að verða snemma árs
1433. Kirkjuból á Miðnesi var í þennan tíma kirkjustaður,
og kirkjan átti 40c í heimalandi.46) Hefur Ólafur Lárusson
prófessor með gildum rökum46a) bent á það, að jörðin muni
hafa verið að minnsta kosti 80c að dýrleika, úr því að hún
lenti ekki undir forræði klerka. En þess er ekki getið, hve
jörðin er stór alls. I jarðabók Árna Magnússonar er jörðin
ekki tíunduð, en í jarðatali Johnsens er hún virt á 67%c. Sé
nú jörðin í álíka verði 1830 sem 1430, en auðvitað hefði það
töluvert getað breytzt, því kunnugt er, að þessar aldir verða
mikil landsspjöll á Reykjanesi, þá er þar tæplega rúm fyrir
aðsetu höfðingja. Þó eru landsspjöllin ekki meiri en það, að
torvelt mun að benda á nokkurar jarðir á þessu svæði, er
breytzt hafi úr höfuðbólum í kot. Eignarhald á þessari jörð
virðist á þessum tíma vera í höndum Þorgerðar Ólafsdóttur,
stjúpu Guðmundar rika Arasonar47). Hafi nú jörðin verið í
eigu Þorgerðar 1428 (1410, 1418, hvorttveggja virðast vera
röng ártöl af ýmsum ástæðum), er afar ósennilegt, að hún hafi
verið komin í eigu Hólmara 1433, enda engin bréf til um þá
sölu. Og þegar þessarar jarðar er næst getið48), er hún í eigu
Halldórs Hákonarsonar, en hann var af ætt Guðmundar Ara-
sonar49). Til þess að koma Hólmuram að Kirkjubóli verður
að hola þeim þar niður sem leiguliðum. Hinn er að vísu kost-
ur Ólafs Lárassonar i áðurnefndri bók hans að segja, að
Kirkjuból hafi á þessu tímabili líklega verið eign Hólmara, en
til þess að gera staðreyndirnar sér hollari, vitnar hann í það,
er Guðmundur Arason greiddi Þorgerði stjúpu sinni arf henn-
ar við árið 1418. Er það að vísu rétt samkvæmt fyrri prentun
þessa bréfs í íslenzku fornbréfasafni — en rangt samkvæmt
hinni síðari, sem er sama bréfið í betra afriti. Og þess hefði
niátt geta. Auðvitað má líka segja, að þau systkin hafi verið
þama gestkomandi. En hvem átti þá að brenna? Og bjuggu