Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 183
Skímir
Doktorsrit Haralds Matthíassonar
177
undanskil smáathugasemdir á stöku staS. Trúlega leiðist praeses
út í þetta vegna hins villandi nafns — irrefúhrenden Namens
— eins og Ries orðar það. Hann telur — vegna nafnsins —
að aukasetning og aðalsetning heyri til sameiginlegum hópi,
þ. e. der Gattung Satz. Hann hefir með öðrum orðum ekki
gert sér ljósar þær hættur, sem fræðiheitakerfið bjó honum.
Til þess að komast hjá þeim ruglingi, sem þetta fræðiheita-
kerfi getur skapað, ef ekki er fyllstu varkárni gætt, hafa
enskir fræðimenn tekið upp að gera greinarmun á clause og
sentence. Sentence jafngildir því, sem við köllum málsgrein,
clause því, sem við köllum ósjálfstæða aðalsetningu og auka-
setningu. 1 Report of the Joint Committee on Grammatical
Terminology. Revised 1911, tíundu útgáfu frá 1947, hljóðar
VIII. liður svo:
That a part of a sentence equivalent to a Noun, Adject-
ive, or Adverb, and having a Subject and a Predicate of
its own, be called a Subordinate Clause (Noun Clause, Ad-
jective Clause or Adverb Clause). (Rls. 13).
Um það, sem við köllum ósjálfstæðar aðalsetningar, segir
svo (Note 2, VIII. liður):
In regard to the part of a complex sentence which is not
subordinate the Committee recommends that in cases where
it contains a Subject and a Predicate of its own it be called
the Main Clause; but that where it does not, it be called
the Main Predicate or the Main Verb, as the case may re-
quire. (Bls. 14).
Á þessu kerfi og því, sem praeses notar, er ekki eðlismunur.
En reynt er að girða fyrir hugtakarugling með því að gefa
þeim einingum, sem ekki eru sjálfstæðar taleiningar, sérstök
nöfn. Og það er mikill kostur. Skipting ensku málfræðinganna
í Noun Clause, Adjective Clause og Adverb Clause var ekki
nýjung. Sams konar skipting hafði tíðkazt alllöngu áður. En
þessi þrískipting, þótt gömul sé, er einmitt reist á því, að
hlutverk aukasetninga er einkum þrenns konar. Og þótt þessi
skipting sé í mörgum ritum, sem praeses hefir stuðzt við,
virðist hann ekki hafa séð ástæðu til að reisa kenningar sínar
12