Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 34
30
Margaret Schlauch
Skírnir
Evrópu áður en sögur hófust um of á hinum ótrausta Pinker-
ton; að fyrri Edda hafi í rauninni verið flaustursverk. 1 síð-
ari útgáfunni, sem hefur að geyma 141 síðu af þýðingum auk
viðbætis, 68 síðna ritgerð, bætir Lelewel við þýðingar Mallets
nokkrum öðrum úr Sæmundar-Eddu: latneskum þýðingum á
Völuspá og Hávamálum gerðum af Resenius (Resen), og er
Völuspárþýðingin frá árinu 1673, en Hávamála frá 1665; og
fyllri þýðingum latneskum í Edda Rhythmica seu Antiquior
(1787) ;10) einnig þýzkum: David Grater, Nordische Blumen
(Leipzig, 1789) og Friedrich Majer, Mythologische Dichtun-
gen der Lieder der Skandinavier aus dem Islandischen der
jungeren und dlteren Edda ubersetzt (Leipzig 1818). Ráðar
þýzku þýðingarnar takmörkuðust einvörðungu við goðakvæði.
Lelewel nefnir nú með nafni það verk Mallets, sem hann
byggir á. Það var einnig nefnt Edda. Aðeins Hávamál voru,
segir hann, tekin úr frönsku að undanskildum tveim stöðum,
er byggðir voru á þýðingu Gráters. Vikið er að samstarfi við
„vel þekkt, gáfað skáld, Kazimierz Brodzinski“, sem þýtt hafi
nokkra staði á bundið mál. Brodzinski þessi var prófessor í
fagurfræði við háskólann í Varsjá og einnig ágætur bók-
menntagagnrýnandi.
Efnið, sem tekið er úr Snorra-Eddu, nemur 62 „dámesagi“,
eins og Lelewel kallar það, samanborið við 33 hjá Mallet.
Stuttur inngangur er að köflunum, sem nefndir eru „Edda
Stara“ og „Edda Nowa“, hvorum um sig, þar sem saman er
dregið það, sem vitað er um höfund og timatal; að endingu
er lokaritgerð, þar sem pólskum lesendum var í rauninni feng-
in í hendur samandregin saga norrænna rannsókna á bók-
menntaheimildum varðandi goðafræðina. 1 greinargerð sinni
studdist Lelewel við rit R. Nyrups, Uebersicht der Geschichte
des Studiums der skandinavischen Mythologie (Kaupmanna-
höfn, 1816), en sjálfur gaf hann ritgerð sinni íburðarmeiri
fyrirsögn: „Uppruni, þróun og endalok skurðgoðadýrkunar
meðal Norðurlandabúa til foma og fyrri rit um það efni11.11)
F.kki er ólíklegt, að 28 síðna bæklingur, er út kom i Vilnu
(1822) skömmu áður en Lelewel fluttist frá þeirri borg til
Varsjár, hafi átt sinn þátt í að vekja að nýju áhuga hans á