Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 212
206
Ritfregnir
Skírnir
að Grófarræðan sé nákvæm eftirlíking •— orð fyrir orð — af ræðu Þor-
varðar Þórarinssonar. Þessi rannsóknarleið er því fyrirfram dauðadæmd.
En Barði bjargar þessu við með því að tala um „eftirhermusnilli" Þórðar
Hítnesings. En meira kemur þó til. Bréfklausan í Árna s. — sem ef til vill
er orðrétt eftir bréfi Þorvarðar Þórarinssonar — telur aðeins tæpar 10 lín-
ur og Grófarræðan 127 orð að tölu Barða. Vegna stuttleikans eins er loku
skotið fyrir allan samanburð. Barði bendir hins vegar á nokkrar setningar,
sem eru ámóta eða eins á víð og dreif um Njálu, t. d. „sem mælt er“, „vil
ek yðr þat kunnigt gera“, „ef færi gefr á“ o. s. frv. Njála er stórt rit um
300—400 blaðsíður í flestum útgáfum. Mér hefði komið miklu meir á
óvart, ef ekki hefðu fundizt slíkar líkingar.
Ef við tækjum 20—30 línur í til að mynda Reykjavíkurbréfi Morgun-
blaðsins og bærum þær saman við nýja íslenzka skáldsögu í Njálustærð,
færi ekki hjá því, að benda mætti á ýmis föst orðatiltæki — það er sagt,
menn telja, ef kostur væri, það er altalað o. s. frv. — sem væru sameigin-
leg. Við gætum með sömu rökum og Barði sannað, að höfundur Reykja-
víkurbréfsins væri höfundur bókarinnar. Þessi samlíking — svo ótuktar-
leg sem hún er — er þó vilhöll Barða, því að þá er fallizt á, að Grófar-
ræðan í Þorgils s. sýni í raun og veru nákvæmt orðfæri Þorvarðar Þórar-
inssonar. Grip ég tækifærið til að skjóta því hér inn, að víða í greinum
sínum, t. d. í „Tíu tugum manna“, sýnir Barði furðulegt dómgreindar-
leysi í ályktunum vegna orðalikinga.
Barða hefur ekki auðnazt að færa fram nokkrar likur fyrir því, að Þor-
varður Þórarinsson sé höfundur Njálu. Eftir eru þá rök almenns eðlis:
Þorvarður Þórarinsson var Svínfellingur, tók þátt i fjörbrotum íslenzka
þjóðveldisins, lifði þegar Njála var rituð o. s. frv. Óvíst er, hvort öll þessi
skilyrði séu nauðsynleg, en fleiri fylla þau en Þorvarður.
Einar Ól. Sveinsson taldi upp í formála sínum að Njálu þrjár ástæður
fyrir því, hvers vegna hann ætlaði Þorvarð Þórarinsson ekki höfund sög-
unnar; ein þeirra er að mínum dómi allt að því skýlaus; hún virðist nægja.
Þessa mótbáru má orða einhvern veginn á þessa lund: Höfundur Njálu
hefur reynt eftir mætti að gefa sögu sinni svo mikinn veruleikablæ sem
hann hafði tök á eins og aðrir höfundar Islendinga sagna. Því var að
vænta, að hann hylltist til að fylgja einvörðungu þjóðveldislögunum. Svo
er þó ekki, heldur gætir meðal annars nokkurra áhrifa frá lagamáli Járn-
síðu, sem gilti hér á landi aðeins einn áratug 1271—81. Skýringin er að
öllum líkindum sú, að höfundur Njálu hefur verið ólögfróður, þótt hann
hefði mestu unun af lögspeki og málaflækjum. Áhuginn var þekking-
unni meiri.
Þorvarði Þórarinssyni voru vel kunn þjóðveldislögin, þar sem hann var
goði og tók þátt í réttarfari þjóðveldistímans. Það þarf varla að fara i
neinar grafgötur um það, að Þorvarður Þórarinsson hefur verið maður
lögfróður, enda mun hann hafa átt þátt í samningu Járnsíðu. Það er því
óhugsandi eða öllu heldur afar ólíklegt, að Þorvarður Þórarinsson hefði