Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 178
172
Halldór Halldórsson
Skírnir
flestar aukasetningar, að þær standi sem setningarhluti í aðal-
setningu, „en varla þó allar“. Sama efasemd um, að allar
aukasetningar séu setningarhluti, kemur fram á bls. 125. Þar
segir svo:
Aukasetning er með nokkrum hætti setningarhluti í aðal-
setningu þeirri, er hún stendur með. . . . Einkum á þetta þó
við um fallsetningar. Fallsetning er venjulega nauðsynleg-
ur setningarhluti aðalsetningar sinnar. Aðalsetning ásamt
fallsetningu má því að réttu kallast ein setning í rýmri
merkingu þess orð. (Bls. 125).
Af þessu ætti að vera ljóst, að praeses viðurkennir — að
minnsta kosti í mörgum tilvikum — að aukasetning sé setn-
ingarhluti miðað við málsgreinina. En viðurkenning þessi er
aðeins í orði kveðnu. Einhver alvarlegasti galli ritgerðarinnar
er sá, hve tregur praeses er til að notfæra sér þessa vitneskju,
sem hann þó hvað eftir annað varpar fram.
Meginreglur þær, sem kenningar höfundar eru reistar á,
koma skýrast fram í II. kafla verksins, er hann nefnir Bein
og óbein efnisröð. 1 þessum kafla sýnir doktorsefni fram á,
að annars konar röklegt samhand er milli fullgerðra máls-
greina en t. d. milli aðalsetningar og aukasetningar, sem
mynda sömu málsgrein. Efnisröð sjálfstæðra aðalsetninga
kallar hann beina efnisröS, efnisröð innan málsgreina, þ. e.
röklegt samband aukasetningar og aðalsetningar, nefnir hann
óbeina efnisröS. Honum farast svo orð:
Nú er frásögn aðalsetninga þannig, að hver setning er
framhald þess, er áður var komið, og skýrist af því. Fremri
aðalsetning getur þannig veitt hinni síðari hverja þá ákvörð-
un, sem er. Hvert inntak er þannig fullskýrt, þegar að því
kemur. Þá er hægt að segja það með einni aðalsetningu,
þá er það eins og fullgerður hlutur. Þessi niðurröðun efnis-
atriða, að hvert atriði eða inntak skýrist af málsgrein eða
málsgreinum, sem á undan eru komnar, er hér nefnd bein
efnisrÖS. En oft kemur fyrir, að eitthvert inntak þarf að
koma fram í frásögn, áður en allt það hefur verið sagt, sem
þarf til skýringar. Þetta inntak er þá eins og gripur, sem
menn fá í hendur hálfsmíðaðan og verða nú að fullgera,