Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 155
Skímir Eignir einokunarverzlunar konungs á íslandi 149
leyti, og þá átti Jón Eiríksson sæti í nefndinni í byrjun, en
andaðist þetta sama vor.
1 26. grein auglýsingarinnar frá 18. ágúst 1786 er kaup-
mönnum þeim, er störfuðu á vegum konungsverzlunarinnar
á Islandi, og öðrum efnamönnum á landinu, eins og þar er
komizt að orði, gefinn kostur á að kaupa eignir verzlunarinnar
á íslenzku höfnunum og eitt eða fleiri skip hverjum um sig
í því skyni, að þeir hefji þar verzlun fyrir eigin reikning.
Skilmálamir eru raunar taldir þannig, að jafnvel þeir, sem
ekki eru mjög efnaðir eins og sakir standa, geti fengið þessar
eignir, ef þeir aðeins beri gott skyn á verzlun og hafi orð fyrir
að vera heiðarlegir í viðskiptum. Hús með tilheyrandi innan-
stokksmunum og útbúnaði vom því boðin fyrir helming þess
verðs, er þau vom skráð á, og þær innfluttar vörur, sem til
yrðu á höfnunum í apríllok 1787, með 20% afslætti af útsölu-
verði þeirra miðað við verðlagsákvæði þau, er gilt höfðu síðan
1776. Hverjum hluta, sem menn fengju þannig, í þeim til-
gangi að byrja verzlun, skyldi svo fylgja peningaupphæð, mis-
jafnlega mikil, eftir því hve verzlunarrekstur þeirra væri lík-
legur til að verða mikill. Urðu kaupendur að geta sett hæfi-
lega veðtryggingu fyrir borgun á öllu þessu, en afborganir
þurftu þó ekki að hefjast fyrr en að 5 árum liðnum, er einn
tiundi hluti upphæðarinnar skyldi greiddur og þannig svo
áfram árlega, þar til skuldin hefði verið greidd að fullu. Hins
vegar var ekki ætlazt til þess, að kaupendur borguðu neina
vexti, en verzlun urðu þeir samkvæmt þessu að reka á Islandi,
meðan þeir skulduðu konungssjóði nokkuð, og halda sómasam-
lega við húsum þeim, er þeir tækju við, þar eð þau teldust
einnig standa að veði fyrir skuldinni. Þá er því lofað í aug-
lýsingunni, að skipin muni verða seld á mjög vægu verði, og
verður ekki annað séð en svo hafi orðið i framkvæmdinni.
Langflest þau skip, sem konungsverzlunin hafði í förum til
íslands, voru svo nefndar húkkortur og stærð þeirra yfirleitt
40 til 50 stórlestir. Var venja, að þessi skip væru höfð við
fiskveiðar á Islandsmiðum á sumrin, meðan þau biðu eftir
íslenzkum útflutningsvörum, og veitt voru sérstök verðlaun
úr konungssjóði, 10 ríkisdalir á hverja stórlest skipsins, fyrir