Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 33
Skímir Edda Lelewels og Edduefni í ljóðum Slowackis 29
arinnar. Hann var mikill aðdáandi Schellings og Schlegels og
hafði svipað gagnrýnislaust dálæti á öllu miðaldalegu og boð-
berar hinnar þýzku rómantíkur. Árið 1825 birti hann grein
„Um anda og uppsprettur pólskrar ljóðagerðar11,7) þar sem
meir gætti eldlegrar ákefðar en skynsemi í kröfum hans.
Meðal annars skoraði hann á skáldin að sækja sér hugmyndir
í evrópskar riddarasögur miðalda og einnig í foma goðafræði
Slafa og Norðurlandabúa. Þau ættu, sagði hann, að segja í
eitt skipti fyrir öll skilið við hina gömlu guði og gyðjur
Olymps, sem væm orðin hversdagsleg og þvæld. Þessari næsta
öfgafullu áskomn svaraði Lelewel sjálfur með nafnlausri grein
í öðm riti, Biblioteka Polska.8) Lelewel talar að vísu af sam-
úð um markmið hins unga lærisveins síns, en hendir eigi að
síður á rangar hugmyndir í ávarpi hans. Hvemig gætu, spyr
hann, riddarasögur miðalda verið heppilegar fyrir pólsk skáld
að sækja sér innblástur í, þar sem slíkar sögur voru ekki eign
þeirrar alþýðu, er þjóðina myndar? Almennur forn menn-
ingararfur Slafa, sagði hann, var ekki heldur í nægilega rík-
um mæli þjóðlegur arfur (narodowe) til að pólskir rithöf-
undar gætu notað hann, og að því er varðaði norrænar goð-
sögur, væm þær ekki að neinu leyti heppilegar. „Ég mundi
heldur kjósa,“ ritaði hann„ ,að senda Sobieski konung til Ely-
sium heldur en til valkyrjanna með háreysti þeirra og bar-
smíðum í Valhöll; ég mundi heldur kjósa, að Apollo skark-
aði á hörpu sína fremur en Bragi; ég kysi heldur, að það yrðu
fúríurnar, sem jöfnuðu um glæpamann og svikara, fremur
en siertur (sic).“
Þrátt fyrir þessar hvassyrtu athugasemdir við kenningu
Mochnackis hlýtur Lelewel að hafa um þetta leyti verið að
starfa að framhaldsrannsóknum til undirbúnings annarri, end-
urskoðaðri og mikið aukinni útgáfu (1828) á þeirri bók, sem
hann enn kallaði Eddu (og lét það heiti taka bæði til texta
í hundnu og óbundnu máli). f sjálfsævisögu sinni talar Le-
lewel að vísu um undirbúning endurskoðuðu útgáfunnar sem
aðeins fárra vikna starf,9)en á undan var genginn mikill lest-
ur. 1 hinum nýritaða formála viðurkennir höfundurinn, að
hann hafi áður byggt þekkingu sína varðandi þjóðir Norður-