Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 69
Skirnir
Um Jón Gerreksson
65
um afskiptaleysi mannfjöldans? Undarlegt gáleysi er það hjá
þeim mönnum, er ætla sér til árásar, að þeir fara alla leið í
Skálholt daginn fyrir árásardaginn. Engin skýring er gefin
á því, til hvers þeir eru að bíða þar um kvöldið og fram á
næsta dag, í stað þess að hefja árásina strax. Fjölmenni virð-
ist vera svo mikið í Skálholti, að enginn veitir þessum fimmtíu
manna hópi athygli, enda þótt fyrirliðar séu ekki ófrægari
menn en Þorvarður Loftsson og Ámi Einarsson. Enginn virð-
ist heldur svo hnýsinn, að hann vilji vita, hver ráði fyrir
þessum tjöldum eða tjaldi, er stendur „utar öðrum tjöldum“.
Er þeir síðan veita Jóni biskupi atgöngu daginn eftir, virðist
enginn af þessum mikla mannfjölda, þar með fjöldi klerka
og guðhræddra leikmanna, hreyfa hönd né fót til vamar Jóni
biskupi. Hugsanlegt er þetta allt, en ekki beinlínis trúlegt.
Við VII. Þá er sögn Jóns Egilssonar með eðlilegri blæ.
Þar er ekki getið um neinn messudag. Stór hópur manna sést
nálgast austan Hvítár. Glöggskyggnir menn þekkja það yfir
ána, að þar muni Teitur vera á ferð. Um viðbrögð Jóns bisk-
ups við þessa frétt skal ekki rætt. Þau benda sannarlega ekki
á herskáan mann, er búinn sé að „ríða víða um land og gjöra
mikinn óskunda“. Vel má vera, að um mikinn liðsmun hafi
verið að ræða. Á því skal vakin athygli, að samkvæmt þess-
ari heimild er öllum hurðum á stað og kirkju lokað. Svo virð-
ist sem Jón biskup búist alls ekki til flótta né varnar, né
heldur að hann ætli að selja lif sitt dýrt. Hann treysti kirkju-
griðrnn. Koma þá í huga hliðstæð viðbrögð hjá Jóni Arasyni
á Sauðafelli. Og er ógerlegt að segja um, að hve miklu leyti
þær sagnir hafa varpað hlæ á þessa frásögn.
Við VIII. Annað verður uppi, er þeir ganga að Þorvarður
og Árni Dalskeggur. Þeir koma öllum að óvömm að opnum
dyrum. Veita þeir síðan biskupi atgöngu þegar í stað. Ljóst er
af frásögninni, að Árni Dalskeggur er foringi fararinnar,
„gekk fyrir“ í fleiri en einum skilningi, en Þorvarður er
hrapaður í undirforingjatign. Vamir Jóns biskups verða þær
sömu samkvæmt báðum heimildum. Hann ætlast til þess, að
árásarmennimir virði helga dóma, enda þótt þeir kunni að
vilja rjúfa kirkjugrið á sér. Enn hvílir mikill virðingar- og
5