Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 177
Skímir
Doktorsrit Haralds Matthíassonar
171
kerfið býr yfir slikum hættum, sem geta orðið örlagarikar.
Fræðiheitakerfi doktorsefnis er ekki nein nýjung, sem hann
hefir upp fundið, Það er hið sama og tíðkazt hefir og enn
tíðkast í íslenzkum setningafræðibókum. En því ber ekki að
neita, að þetta kerfi er að mörgu leyti úrelt. Ég mun aðeins
ræða það, sem ég tel mestu máli skipta. Orðið setning er sam-
kvæmt þessu kerfi margrætt. Það hefir að minnsta kosti fjór-
ar merkingar:
1. Það táknar sjálfstæða aðalsetningu, þ. e. orðasamband,
sem í er ein umsögn og felur í sér fulla hugsun.
2. Það táknar ósjálfstæða aðalsetningu, sem í er ein um-
sögn, en er hluti stærri heildar, sem í er einnig annað orða-
samband með umsögn, svo nefnd aukasetning.
3. Það táknar aukasetningu, þ. e. orðasamband, sem í er
umsögn, en er setningarhluti í stærri heild, sem nefnd hefir
verið málsgrein og praeses nefnir svo.
4. Orðið setning er heildarorð um þau þrjú málfyrirbæri,
sem nú hafa verið upp talin.
Vart gerist þess þörf að geta þess, að slíkt fræðiheitakerfi
getur leitt menn út á hinar verstu villigötur, ef því er ekki
beitt af hinni mestu varkámi. Einingin málsgrein er sam-
kvæmt þessu kerfi hin fullgerða taleining. Ósjálfstæð aðal-
setning, sem kann að vera einn setningarhluti eða fleiri, og
aukasetning, sem alltaf er setningarhluti miðað við máls-
greinina, eru ekki sambærileg fyrirbæri. Því ber ekki að neita,
að doktorsefni tekur oftlega fram, að aukasetning sé setning-
arhluti. Skal ég nú rekja nokkur dæmi þess:
Aukasetning er því í rauninni setningarhluti í setningu
þeirri, er hún tengist við. Málsgrein með aðalsetningum og
aukasetningum má því kallast ein setning í rýmri merkingu
þess orðs. (Bls. 1)
Þannig eru aukasetningar í raun og veru setningarhlutar
í þeirri setningu, er þær tengjast við. Málsgrein með aðal-
setningu og aukasetningu má því kallast ein setning í rýmri
merkingu þess orðs. (Bls. 106).
Svipuð athugasemd er á bls. 114, en þó er þar nokkuð dreg-
ið úr, því að þar segir, að þessu sé þannig háttað um lang-