Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 225
Skírnir
Ritfregnir
219
sem kalla mætti karlmann, nema þig
og föður minn; um fólk á öðrum stöðum
er ég alls fáfróð; en það sver ég, vinur,
við gimstein mundar míns, minn eigin hreinleik.
að engan kýs ég annan förunaut
en þig, né heldur get ég gert í draumi
þá mynd, sem ekki er aðeins skuggi af þér.
En þetta er gálaust hjal; nú hef ég brotið
föður míns hoðorð.
Hér er hvert orð blátt áfram og daglegt tal, sem vænta má af ungri
saklausri stúlku, en gullið ljóð um leið. „Gimstein mundar mins“ er
hið eina, sem leikskólagengin dama gæti hnotið um. En hversu erfitt yrði
henni þá að flytja þýðingu Eiriks Magnússonar. Hún hefst svona:
Af minu kyni eg kenni ei nokkra sál;
man engrar konu andlit nema mitt
úr skuggsjá minni; augum aðra ei leit,
er menn eg nefna mætti nema þig —
Eiríkur þýðir alls ekki laklega, en þar skilur á milli, að hans þýðing er
bókmálsþýðing „ætluð þeim, er komast vilja að fullum og glöggum skiln-
ingi á frummálinu".
Ég hefði kosið að eyða miklu rúmi og færa fram mörg dæmi um ágæti
þýðinga Helga Hálfdanarsonar, en það verður að taka viljann fyrir verk-
ið. Það er trúa mín, að með þessum þýðingum og framhaldi þeirra, færi
Helgi Hálfdanarson þjóðinni dýra gjöf. Unglingar fyrri tíðar hefðu kunn-
að að veita henni móttöku —- aldnir komandi kunna að þakka.
L. S.
Prosten Jón Steingrímssons sjálvbiografi, översatt av Vimar Ahl-
ström. Stockholm studies in scandinavian philology nr. 15. Lund 1956.
Það er frekar til þess að vekja athygli á þýðingu mæts rits á sænsku
og þýðandanum sjálfum en dæma um þann búning, sem ævisaga Jóns
prófasts Steingrímssonar hefur nú komizt í hjá frændþjóð, að þessar lin-
ur eru hripaðar á blað.
Ævisaga Jóns Steingrímssonar er merkilegt heimildarrit um daglegt
líf hér á landi svo að segja alla 18. öld, en einlægni prófasts, hispursleysi
og alþýðlegur still léttir lesturinn, svo að minnir á dagbók Samúels Pepys
(1660—69) sem skemmtilestur. Tvívegis hefur ævisagan komið út hér á
landi og er þó enn í of fárra manna höndum, slíkt öndvegisrit sem hún er.
Vimar Ahlström, fyrrum kennari við kennaraskóla í Gautaborg, hefur
um 30 ára skeið helgað hverja frístund sina íslenzkum bókum og fræð-
um. Má það merkilegt heita um mann, sem ekki býr við alltof ríkmann-
legan bókakost og hefur aldrei til Islands komið, hve þýðing hans er vel
unnin, og hitt þó enn furðulegra, hve miklu hann hefur afkastað á þess-
um árum. 1 handriti á hann sem sé ekki færri en 17 rit þýdd á sænsku,