Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 227
Skírnir
Ritfregnir
221
sem hinn mesti fengur er að fá útgefin með þessum hætti. Þess skal get-
ið, að ekkert þeirra hefir áður verið ljósprentað.
Safn þetta hefur göngu sína með Sturlungu, sem er þegar komin út.
Er það ljósprentun af aðalhandriti hennar, Króksfjarðarbók. Frá henni og
öðru skinnhandriti nokkru yngra, svonefndri Reykjarfjarðarbók, sem er
aðeins til í fáeinum brotum, eru komnar allar uppskriftir Sturlungu á
pappir, sem kunnugt er um, en til allrar hamingju voru þær gerðar, meðan
skinnbækurnar vora heillegri en nú. Króksfjarðarbók er nú 110 blöð, en
eftir því sem næst verður komizt, hefir hún upphaflega verið 141 blað.
Útgáfu Króksfjarðarbókar hefir dr. Jakob Benediktsson annazt. 1 ræki-
legum inngangi gerir hann grein fyrir ferli handritsins, ástandi þess, rit-
höndum og stafsetningu, spássíukroti ýmsu og nöfnum, sem þar koma
fyrir, einkennum í máli og rithætti, notum handritsins fyrr á tímum og
við útgáfur Sturlungu og loks ljósprentuninni sjálfri. Er inngangurinn,
sem vænta má, fullur fróðleiks um sögu og ásigkomulag þessa merka
handrits.
Það má vera oss Islendingum óblandið gleðiefni, að sem flest af hin-
um fornu handritum vorum komi út í vönduðum Ijósprentunum. Við það
er margt unnið. í fyrsta lagi er þess að geta, að tæknin er nú komin á
það stig, að auðveldara er að lesa eftirprentanimar en sjálf frumritin, en
af því leiðir m. a., að skinnbókunum má að mestu hlífa við hnjaski því
og sliti, sem handfjötlun þeirra er samfara við nákvæman lestur. Þá má
og minna á það, að ljósprentanirnar eru keyptar af háskólum og bóka-
söfnum viða um lönd og eru hvarvetna hið ákjósanlegasta vitni um forn-
an menningararf islenzku þjóðarinnar og sönnunargagn um tilverurétt
hennar meðal þjóða heimsins.
En hvernig er það? Er ekki kominn tími til, að vér gerum eitthvað
sjálfir fyrir handritin?
GuiSni Jónsson.
Jón Jóhannesson: íslendinga saga II. Fyrirlestrar og ritgerðir um
timabilið 1262—1550. Almenna bókafélagið. Reykjavík 1958.
Rit þetta er framhald af sögu þjóðveldistímans eftir sama höfund. Kom
sú saga út 1956, og gat eg hennar að nokkru í Skírni árið eftir. Gekk
höfundurinn sjálfur að fullu frá því bindi, en fáum mánuðum eftir út-
komu þess eða hinn 4. maí 1957 lézt hann á bezta aldri frá mörgum
óloknum verkefnum, þar á meðal síðara bindi íslendinga sögu, er ná
skyldi yfir timabilið frá upphafi konungsvalds til siðaskipta. Þeim fyrir-
lestrum og drögum, sem hann lét eftir sig, til sögu timabilsins, ásamt
nokkram sérstökum ritgerðum, er um efni þess fjalla, er safnað saman í
bindi það, sem hér um ræðir, en útgáfuna hefir annazt Þórhallur Vil-
mundarson cand. mag., og gerir hann grein fyrir því verki í formála
bókarinnar.
Þegar höfundurinn féll frá, átti hann mikið efni í rit þetta, þar sem