Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 92
88
Magnús Már Lárusson
Skirnir
biskupa. Hafi Ásmundur tekið vígslu af Hilarion í Kænu-
garði, og þá á árabilinu 1051 til 1054, er með réttu bægt að
kalla hann höfuðlausan, þar sem Jarizleifur og Hilarion
voru í andstöðu við patríarkann í Miklagarði, þótt Hilarion
sættist svo við Míkael Kerúlarios patríarka.
I bók sinni Svear i österviking, bls. 147n, bendir H. Arb-
man á það, eftir að hafa rætt mn Ásmund, hversu einkenni-
legt það sé, að Adam frá Brimum skuli ræða jafnlítið um svo
mikilvæga verzlunarmiðstöð og Gotland, og varpar þeirri
spumingu fram, hvort það geti ekki stafað frá því, að austur-
kirkjan hafi haft þar ítök á þeim tíma. Heimildir virðast eng-
ar til um það aðrar en þær, sem lýsa áhrifum frá list hennar.
Og hafa þau áhrif borizt hina alkunnu leið frá Gotlandi um
fljót Eystrasaltslandanna og Rússlands suður í Svartahaf og
Miklagarð.
Hins vegar virðist eftirtektarverð lýsing Adams frá Brim-
um á borginni Jumne við Öderósa. Þar segir, að hún veiti
Norðurlandabúum og Grikkjum örugga höfn, II. 22. Grikk-
irnir munu eflaust vera kaupmenn frá Býzanz. Helmhold
tekur þetta athugasemdalaust upp í árbækur Slafa, I. 2., en
nefnir borgina Jumnete. Borg þessi mun vera sú, er nefnist
Jómsborg í íslenzkum heimildum. Af þessu ætti að mega
ráða, að grísk-orþódoxir menn hafi dvalið langdvölum við
vestanvert Eystrasalt sunnanvert. En Væringjar hafa og orð-
ið fyrir áhrifum, meðan þeir dvöldu syðra, enda eru listáhrif
þess enn sýnileg í Noregi, samanber KL II, Bysantinsk Stil-
inflytelse.
Frá Islandi hefur hingað til aðeins verið þekkt lítið fila-
beinsspjald með mynd af guðsmóður, gert í Býzans á 11. öld,
en með rúnaristu íslenzkri frá 12. öld. Spjald þetta veitir í
sjálfu sér harla litla heimildarsönnun um grísk-orþódox áhrif
á Islandi, þar sem svo margar óráðnar gátur eru því tengdar,
sbr. Norsk Tidskrift for Sprogvidenskab XIII, bls. 295—318.
En nýverið hefur Selma Jónsdóttir sýnt fram á, að fjalirn-
ar skornu frá Bjarnastaðahlíð muni gerðar eftir býzanzkri
dómsdagsmynd. Bendir hún í því sambandi á þann mögu-
leika, að ermsku biskupamir hafi flutt fyrirmyndina hingað.