Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 207

Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 207
Skírnir Ritfregnir 201 Meginröksemd Barða fyrir þvi, að Hildigunnur væri persónugerving Randalinar, var þó sú, að fundur Hildigunnar og Flosa i Vörsabæ, áður en Flosi reið til Alþingis, dragi dám af fundi Þorvarðar Þórarinssonar og Randalínar á Valþjófsstað, áður en Þorvarður reið til fundar við Þorgils skarða til hefndar eftir Odd, bróður sinn. Á þann fund er þó hvergi minnzt, eins og Barði greinir sjálfur frá (40). Barði telur þó vist, að hann hafi átt sér stað. Vel má það vera. Engu að síður höfum við engan um- ræðugrundvöll lengur. 1 ritgerð þessari brýtur Barði — sem viðast hvar annars staðar — gegn mörgum lögmálum vísindalegra vinnubragða. Barði gerir sig oft á tíðum sekan um að lesa inn i texta orð og hugsanir, sem ekki er þar að finna. Sumar slíkar sálfræðilegar túlkanir geta stund- um verið sennilegar eða réttar, en við vitum það ekki með vissu; það er því nánast sagt háskalegt að byggja á slikum túlkunum almennar álykt- anir, sem ef til vill er enginn fótur fyrir. Og þegar sálfræðilegar útlegg- ingar Barða eru að öllum likindum rangar, eru niðurstöðurnar, sem af þeim eru dregnar, ekki upp á marga fiska. Hér að framan hermir, að Halldór skraf, flugumaður Þorvarðar Þór- arinssonar, er talinn fyrirmynd Þorsteins rindils (Þorbjarnar rindils, C- gerð), flugumanns Guðmundar rika, í Ljósvetninga s. Þorvarður Þórarinsson sendi Halldór skraf að Hrafnagili, þegar Þorgils skarði gisti þar örlaganóttina miklu. Var Halldóri ætlað að slá upp lokur um nóttina fyrir Þorvarði Þórarinssyni og förunautum hans og benda þeim á hvilu Þorgils. Gekk þetta eins og í sögu. Halldór lauk upp hurð- um, vísaði þeim Þorvarði á rekkju Þorgils; gengu þeir þá að henni og vógu hann eftir frækilega vörn. Barði ályktar af þessari frásögn Þorgils s. skarða, að Halldór hafi verið „svo aumur amlóði", að ekki kom til álita, að hann vægi Þorgils. „f raun og veru er Halldór skraf sæmilega hugrakkur, en skortir sökum vesældar sinnar áræði og djörfung til átaka við aðra menn“ (97). Mér virðist þetta horfa öðruvísi við: Þorvarði Þórarinssyni var full- ljóst, að tilræði hans við Þorgils skarða varð að heppnast, annars var líf og völd í veði. Og Þorvarður undirbýr áform sín og framkvæmir þau af nákvæmni, dómgreind og vizku. Það var alltof áhættusamt að fela einum manni að vega að Þorgilsi, þótt hann svæfi. Lagið gat geigað, höggið að- eins sært, og þá mundi maðurinn án tafar yfirbugaður af Þorgilsi og heimamönnum. Þess vegna er Halldóri aðeins lögð sú skylda á herðar að slá upp lokur, svo að engri vörn yrði við komið. Halldór skraf hefur efa- laust verið maður áræðinn og einbeittur, enda ekki heiglum hent að fara slika forsending. Og þegar svo er komið, verður liking Barða milli Halldórs skrafs og Þorbjarnar rindils út í hött. f „Regni á Bláskógaheiði" kennir margra grasa. Þar reynir Barði m. a. að færa sönnur á, að Síðu-Hallur sé persónugervingur Brands ábóta. Aðal- röksemd Barða er þessi: í Njálu segir, að „Flosi vildi eigi finna Hall, mág sinn, því að hann þóttist vita, að Hallur myndi letja allra stórvirkja“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.