Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 207
Skírnir
Ritfregnir
201
Meginröksemd Barða fyrir þvi, að Hildigunnur væri persónugerving
Randalinar, var þó sú, að fundur Hildigunnar og Flosa i Vörsabæ, áður
en Flosi reið til Alþingis, dragi dám af fundi Þorvarðar Þórarinssonar og
Randalínar á Valþjófsstað, áður en Þorvarður reið til fundar við Þorgils
skarða til hefndar eftir Odd, bróður sinn. Á þann fund er þó hvergi
minnzt, eins og Barði greinir sjálfur frá (40). Barði telur þó vist, að hann
hafi átt sér stað. Vel má það vera. Engu að síður höfum við engan um-
ræðugrundvöll lengur. 1 ritgerð þessari brýtur Barði — sem viðast hvar
annars staðar — gegn mörgum lögmálum vísindalegra vinnubragða.
Barði gerir sig oft á tíðum sekan um að lesa inn i texta orð og hugsanir,
sem ekki er þar að finna. Sumar slíkar sálfræðilegar túlkanir geta stund-
um verið sennilegar eða réttar, en við vitum það ekki með vissu; það er
því nánast sagt háskalegt að byggja á slikum túlkunum almennar álykt-
anir, sem ef til vill er enginn fótur fyrir. Og þegar sálfræðilegar útlegg-
ingar Barða eru að öllum likindum rangar, eru niðurstöðurnar, sem af
þeim eru dregnar, ekki upp á marga fiska.
Hér að framan hermir, að Halldór skraf, flugumaður Þorvarðar Þór-
arinssonar, er talinn fyrirmynd Þorsteins rindils (Þorbjarnar rindils, C-
gerð), flugumanns Guðmundar rika, í Ljósvetninga s.
Þorvarður Þórarinsson sendi Halldór skraf að Hrafnagili, þegar Þorgils
skarði gisti þar örlaganóttina miklu. Var Halldóri ætlað að slá upp lokur
um nóttina fyrir Þorvarði Þórarinssyni og förunautum hans og benda
þeim á hvilu Þorgils. Gekk þetta eins og í sögu. Halldór lauk upp hurð-
um, vísaði þeim Þorvarði á rekkju Þorgils; gengu þeir þá að henni og
vógu hann eftir frækilega vörn.
Barði ályktar af þessari frásögn Þorgils s. skarða, að Halldór hafi verið
„svo aumur amlóði", að ekki kom til álita, að hann vægi Þorgils. „f raun
og veru er Halldór skraf sæmilega hugrakkur, en skortir sökum vesældar
sinnar áræði og djörfung til átaka við aðra menn“ (97).
Mér virðist þetta horfa öðruvísi við: Þorvarði Þórarinssyni var full-
ljóst, að tilræði hans við Þorgils skarða varð að heppnast, annars var líf
og völd í veði. Og Þorvarður undirbýr áform sín og framkvæmir þau af
nákvæmni, dómgreind og vizku. Það var alltof áhættusamt að fela einum
manni að vega að Þorgilsi, þótt hann svæfi. Lagið gat geigað, höggið að-
eins sært, og þá mundi maðurinn án tafar yfirbugaður af Þorgilsi og
heimamönnum. Þess vegna er Halldóri aðeins lögð sú skylda á herðar að
slá upp lokur, svo að engri vörn yrði við komið. Halldór skraf hefur efa-
laust verið maður áræðinn og einbeittur, enda ekki heiglum hent að
fara slika forsending. Og þegar svo er komið, verður liking Barða milli
Halldórs skrafs og Þorbjarnar rindils út í hött.
f „Regni á Bláskógaheiði" kennir margra grasa. Þar reynir Barði m. a.
að færa sönnur á, að Síðu-Hallur sé persónugervingur Brands ábóta. Aðal-
röksemd Barða er þessi: í Njálu segir, að „Flosi vildi eigi finna Hall, mág
sinn, því að hann þóttist vita, að Hallur myndi letja allra stórvirkja“