Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 122
118
Aðalgeir Kristjánsson
Skírnir
þeirra stétta sem í fyrirrúmi ætti að vera, það er bænda-
stéttarinnar mót enni andligu stétt og embættismönnunum,
yrði á hakanum, en þessar stéttir verða helzt hvor móti ann-
ari á alþíngi. Vér hljótum þessvegna að halda því fram, að
fasteign eigi — að minnsta kosti fyrst um sinn — að veita
kjörgengi. Samt sem áður hefi eg, Johnsson, fengið tækifæri
á að ganga ígegnum nákvæmliga alla ena íslenzku jarðabók
síðan eg kom híngað til bæjarins, og hefi eg þar sannfærzt
um það, sem eg vissa eigi áður, að af hérumbil 4,156 lögbýl-
um sem eru á öllu Islandi, eru ekki nema 1,908, það er varla
helmíngur, sem ná 20 hundraða dýrleika eður meiri, og þeg-
ar þar er talinn frá allur sá fjöldi jarða, sem tvíbýli er á
eður meira, verða leiguliðar þeir miklu færri sem hafa 20
hundruð til byggíngar. Fyrir þessa sök er eg kominn á þá
sannfæríng, að jarðarhald það sem veita skal kosníngarrétt
og kjörgengi ætti að vera sett niður til tíu hundraða, jafnt
eignarjarðir og leigujarðir. En þegar þessu er breytt erum
vér að öllu á meiníng minna hluta nefndarinnar í Hróars-
keldu, sem finna má í þíngbókinni á sínum stað. Á þessa
meiníngu föllumst vér: Magnusen etazráð, Clausen kaupmað-
ur og studiosus medicinæ & chirurgiæ H. SigurSsson samt
stúdent Johnsson.
Um tölu þíngmanna þá verð eg Johnsson ennþá að standa
við, að væri kosnir 42 fulltrúar, og skipt á sýslur á þann
hátt sem fulltrúi hins 16da bænda-kjörþingis stakk uppá í
Hróarskeldu, þá ætti það bezt við fólksmergð í sýslunum;
alþing yrði og við það tignarligra og gæti betur gegnt störf-
um sínum; en eg dirfist ekki að fallast á frumvarp þetta fyrst
um sinn einúngis fyrir því eg hlýt að óttast að kostnaðurinn
verði of mikill og of þúngbær landsins veiku kröptum að
gjalda, einkum meðan kostnaðinn á að leggja á lausafjár-
tíundina einasaman.
Um mál það sem allt skal fara fram á alþíngi þá hlýt eg,
Johnsson, að vera fastur á því, að engum skuli leyfa að tala
á danska túngu á þinginu að undanteknum konúngsfulltrúa,
sem eg held ætíð eigi að vera danskur maður, eptir því sem
á stendur; þó ætti, að mér virðist, konúngsfulltrúinn að vera