Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 37
Skímir Edda Lelewels og Edduefni í Ijóðum Slowackis 33
óbundið mál, sem þó er sums staðar gætt háttbundinni hrynj-
andi. Þetta stafar að sumu leyti af endurtekningum og tíðum
hliðstæðum í beygingakerfi frumtextans, sem hljóta aukinn
enduróm vegna margra svipaðra beygingarendinga í pólsku.
Mjög sjaldgæft er, að stuðlun komi fyrir í þýðingunum, og
ef svo vill til, er það líklega af tilviljun: til dæmis þar, sem
orð, er merkja bjór, drykk, drykkjumann og fugl (byrja öll
á p í pólsku), stuðlast í hinni fremur lauslegu þýðingu á 13.
erindi Hávamála: Nic nie ma gorszego dla synów wieku, jak
pic piwo; im wiecej go czlowiek pije, tym wiecej traci rodsa-
dek. Ptak zapomnienia, nad pijanym spiewa, i zabiera mu
dusze (92. bls. = Ekkert er verra fyrir sonu þessa heims en
að drekka bjór; því meira sem einhver maður drekkur af hon-
um, þeim mun meir glatar hann skynsemi sinni. Fugl
gleymskunnar syngur yfir drykkjumanninum og nemur burtu
anda hans). Pólsk tunga hefur tiltölulega létta áherzlu, og
alltaf á næstsíðasta atkvæði, tiltölulega löng orð vegna flókins
beygingakerfis og ólíkar venjur varðandi röð orða. Það er því
ákaflega erfitt að ná í þýðingu af einu eða öðru tagi stíl hins
svipsterka Eddu-erindis, meitluðum, samþjöppuðum og með
tíðri notkun einkvæðra orða.
Sum sögukvæðanna voru þýdd á bundið mál, og er það at-
hyglisverð tilraun. Allar þessar þýðingar eru sennilega gerð-
ar af ljóðskáldinu Brodzinski, sem Lelewel getur um í inn-
ganginum. Kvæðin, sem um er að ræða, eru: Skímismál,
Þrymskviða, Baldurs draumar (nefnt Vegtamskviða og snúið
á laust mál, háttbundið, en með óreglulegri hrynjandi) og
sex erindi úr Hávamálum, þar sem sögð er hin undarlega saga
af Billings mey (97.—102. vísa). 1 þessum kvæðum öllum er
þýðingin auðvitað ennþá lauslegri en í óbundna málinu, en
þó er efnið hvergi alvarlega úr lagi fært. Sem gott dæmi má
tilfæra upphafið á Þrymskviðu eða Thryma Oda (Þrymsóð),
eins og Lelewel nefnir það:
Thor sig obudzil, nie znalazl mlota
Szuka daremnie, w gniewie sig miota,
Potrzqsa brod^, dnlonmi silnemi
Rzuca w okolo, gniewny syn ziemi.
3