Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 115
Skírnir
Tvær bænarskrár um Alþingi
111
breytt, og var Jón Sigurðsson þar forystumaður. Á fundi, sem
haldinn var 25. febr. 1843, var samið bréf til konungs. Það
var ritað bæði á íslenzku og dönsku og undirritað af 41
manni. Það er varðveitt í Þjóðskjalasafni,12) en uppkastið er
í handritasafni Jóns Sigurðssonar,13) skrifað með hendi hans,
en Sigurður Hansen mun hafa hreinritað bréfið, sem kon-
ungi var sent. Auk þess er það prentað í Fréttum frá Full-
trúaþingi í Hróarskeldu 1842, bls. 225—233. Hinn íslenzki
texti bréfsins er þannig í hreinrituninni:
Allramildasti Herra!
Meðal hinna mörgu og miklu velgjöminga, sem Island hef-
ir þegið af fyrirrennurum Yðar konúngligrar Hátignar í
Danaveldi, er reyndar einginn, sem jafnast má við þann, er
Yðar konúnglig Hátign veitti landinu með allramildustum
úrskurði yðar frá 20sta degi Maímánaðar 1840. Með hrygð
og gremju hafði en íslenzka þjóð séð, hversu allsherjar-þing
hennar, sem fyrmm var svo kjarkmikið, færðist smámsaman
úr lagi eptir því sem tímar liðu, hversu því hnignaði síðan,
og hversu það að síðustu leið undir lok. Dómsvald þess féll
að vísu ekki niður, en því meir söknuðu menn ráðaneytis
þess um alsherjar-málefni landsins. Eingin fregn mátti þess
vegna kveikja, og eingin fregn hefir nokkm sinni kveikt,
hreinni fögnuð né æðri meðal Islendinga enn þessi fregn vakti.
Eingin stjómarathöfn var slík, til að glæða ena órjúfanligu
ást þjóðarinnar á konúngsættinni, til að vekja úr dái þjóðar-
andann og til að reisa við og styðja hugrekki og þolgæði,
sem svo mjög er þörf á i enni miklu ormstu við öfl náttúr-
unnar, sem land þetta hefir átt um aldir hingaðtil og aldrei
mun linna meðan dagar endast. Með æðsta fögnuði og djúp-
ustu lotningu stóð Saga hin norræna á kjöreyju sinni og gaum-
gæfði slíkan viðburð, en siðan þreif hún stíl sinn enn foma
og risti með eilífum stöfum nafn Kristíans hins áttunda og
þetta hið mikla þrekvirki hans á spjald það, er bera mun
hvorttveggja meðan heimurinn stendur.
Vér erum því og að öllu sannfærðir um Islendíngar, sem
nú erum hér í bænum og flytjum Yðar konúngligri Hátign