Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 105
Skírnir
Tvær bænarskrár um Alþingi
101
aðarminna en seta tveggja fulltrúa á dönsku þingi og auk
þess verði fsland að standa straum af kostnaðinum, sem emb-
ættismannasamkoman hafi í för með sér, en með stofnun inn-
lends þings yrði hennar engin þörf.
Næst var svo á það bent, að enda þótt fulltrúarnir á þingi
Eydana kynnu að geta leyst þörf lands síns, þá yrði samband
þeirra við íslenzkt þjóðfélag næsta lítið og þjóðin færi á mis
við þann félagsanda, sem innlent þing myndi innræta henni,
og þau kosningalög, sem hinir fáu fulltrúar á danskt þing
yrðu kosnir eftir, mundu skapa óánægju hjá þjóðinni.
Annað myndi verða uppi á teningnum, ef fsland fengi
eigið þing. Það myndi hafa í för með sér almennan áhuga
á landsmáium og skilning á hinu borgaraiega lífi í þjóð-
félaginu, og alþýðan gæti valið eigin fulltrúa til að koma
áhugamálum sínum á framfæri, og íslenzka bændastéttin,
sem er kjarni alþýðunnar, hafi jafnan hlotið það orð að vera
jafnoki alþýðu annarra landa. Að síðustu var það svo tekið
fram, að innlent þing væri ekki ósk einstakra manna, heldur
sameiginleg fyrir alla ísiendinga, sem náð hafi að láta skoð-
un sína í ljós. Þetta hafi komið fram í bænarskránum frá
1837 og bænarskránni, sem íslendingar í Höfn sendu Krist-
jáni konungi VIII, er hann kom til ríkis, og hjá fleiri máls-
metandi mönnum, sem um þetta hafi ritað.
Ekki er vitað, hver var höfundur þessarar greinar, en tengsl
hennar við skoðanir Baldvins Einarssonar leyna sér ekki. Jón
Sigurðsson var sjúkur þennan vetur, og er ekki talið, að hann
sé höfundurinn, a.m.k. ekki einn. Þó segir Þorleifur H. Bjarna-
son í grein, er hann skrifaði i Skími 1911,6) að hann hafi heyrt,
að þeir Jón Sigurðsson og Brynjólfur Pétursson hafi skrifað í
sameiningu grein eða greinar um Islandsmál, sem birtust í
dönsku blaði. Frekar er ekki vitað um þessi mál, og um þetta
leyti vom margir vel ritfærir menn íslenzkir í Höfn, sem gætu
hafa skrifað þessa grein, en að svo komnu máli eru þau sönn-
unargögn ekki fyrir hendi, sem skera úr um faðemið. Það,
sem gæti styrkt þá tilgátu, að Brynjólfur Pétursson hefði
skrifað greinina, er, að hann var sjálfboðaliði í rentukamm-