Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 99
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON:
TVÆR BÆNARSKRÁR UM ALÞINGI.
Við friðarsamningana í Kíl 1814 varð Danaveldi 900,000
þegnum fátækara, en þegar búið var um sár Evrópu á friðar-
þinginu í Vín, var Friðriki VI Danakonungi fengið hertoga-
dæmið Lauenburg í sárabætur, svo að Danakonungur réð nú
yfir tveimur þýzkum hertogadæmum, sem voru í þýzka
sambandinu. Eitt af ákvæðunum í sáttmála þýzka sambands-
ins var, að stofnuð yrðu ráðgjafarþing í öllum rikjum sam-
bandsins. Danmörk var í hópi þeirra Evrópuríkja, þar sem ein-
veldið hafði staðið af sér allar stjórnmálalegar umhleypingar
Napóleonsstyrjaldanna. Það var því mjög að vonum, að Frið-
rik VI færi sér hægt að gróðursetja þennan þingræðisanga, sem
honum hafði verið fenginn, en sá var þó hængurinn á, að
Danmörk var mjög óvarin fyrir erlendum áhrifum, og þegar
júlibyltingin hófst, losnuðu lýðræðisleg öfl úr læðingi meira
að segja innan vébanda Danaveldis. Nokkrum mánuðum eftir
byltinguna kom út i Kíl lítill bæklingur, sem á voru máli
mimdi hafa heitið: Um stjórnarskipunina í Slésvík-Holstein.
Höfundurinn, Uwe Jens Lornsen, var danskur þegn, nýorðinn
landfógeti á eynni Sylt. Lomsen krafðist þess, að hertoga-
dæmin yrðu sameinuð í eitt ríki, sem ekki hefði annað sam-
eiginlegt með Danmörku en „konung og óvin“, þ.e. konungs-
samband og samstarf um landvamir. Einnig skyldu hertoga-
dæmin fá sameiginlega stjómarskrá og þjóSkjöríð þing með
skattaálögurétti og löggjafarrétti.
Bæklingur Lornsens kom eins og fellibylur inn í ládeyð-
una í stjómardeildum einveldisins, en þegar einveldið hafði
áttað sig, var höf. óðara tekinn og settur í fangelsi og sviptur
embætti ævilangt, og andaðist hann í útlegð nokkm síðar.
Þessi bæklingur vakti raunar litla athygli og hafði ekki al-
menna hreyfingu að baki sér, en hann vakti bæði stjórnina og