Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 86
82
Magnús Már Lárusson
Skímir
bréfunum. Á níundu öld voru þeir harðlega ofsóttir af keis-
urunum í Miklagarði og hinni grísk-orþódoxu kirkju. En um
miðja áttundu öld og enn um miðja tíundu öld var fjöldi
þeirra fluttur af ríkisvaldinu til Þrakíu til að bjóða Búlgör-
um byrginn. Á meðal þeirra ráku þeir trúboð, sem kann að
hafa verið orsök þess, að upp reis þar nýr sértrúarflokkur, er
nefndist Bógómílar. Aðalkenning þeirra er, að heimsskapar-
inn eigi tvo sonu, Satanael eða Satan, og Krist eða Logos.
Andhverfir voru þeir dýrkun Maríu, dýrlinga og mynda. Kem-
ur sértrúarflokkur þessi nokkuð við sögu í austanverðri Mið-
og Suður-Evrópu frá elleftu öld til fimmtándu aldar. Sumir
telja, að skoðana þessara sértrúarflokka gæti í Norður-Evrópu
og hafi fylgismenn þar verið nefndir „publicani11 eða toll-
heimtumenn. En allt er á huldu um það. Hins vegar hafa ef
til vill Albígensar og Kaþarar á Norður-ltalíu og Suður-
Frakklandi orðið fyrir áhrifmn Pálikíana, samanber Encyclo-
pedia of Religion and Ethics, Vol. II, p. 785, IX, p. 697.
Á Norðurlöndum verður á engan hátt vart við sértrúar-
flokka þessa. Það verður því að leita annarrar skýringar á
tilkomu fimmmenninganna, er kváðust vera biskupar og þá
ekki sízt ermsku biskupanna þriggja. Þekking okkar um tvo
þeirra nær til nafnanna einna; þau, ömólfur og Goðiskálkur,
benda til, að þeir séu þýzkir. Þótt nöfnin séu algeng, þá virð-
ist ekki um neina menn með því nafni að ræða, sem getur i
heimildum.
Hinir þrír em nafngreindir í Islendingabók: Petms, Abra-
ham og Stephanus, og sagðir ermskir. I biskupatali, rituðu
um 1360, prentuðu í DI III, bls. 149, segir: „Enn vom þrír,
og sögðust biskupar vera, af Armeníalandi: Petrus, Stephan-
us, Abraham.“ Þetta er elzta dæmið, þar sem þessir menn
eru sagðir Armeningar. Lýsingarorðið ermskur er samkvæmt
heimildinni talið dregið af Armeníalandi eða Ermlandi.
Armenía nefnist Ermland í AlfræSi íslenzkri, I, bls. 7 og 25,
eða Ermland hið mikla. Sama máli gegnir í Hauksbók, bls.
154, er nefnir sama svæði: Armenía og Ermland hið mikla,
í samræmi við Alfræðina. Eftir þessu ættu þremenningamir
að vera upprunnir á hálendi Litlu-Asíu.