Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 66
62
Skarphéðinn Pétursson
Skírnir
þau systkin tvö ein í kotinu? Eða voru þar engin verkfæri
til nema skæri? Sem betur fer eru þess fá dæmi, að hrygg-
brotnir biðlar vinni hryðjuverk nema á sjálfum sér, ef ástin
er mjög heit. Ekki eru önnur dæmi þess úr íslenzkri sögu,
að hryggbrotinn biðill hafi gert aðför að sinni fyrr heittelsk-
uðu, hvað þá að hann hafi getað safnað um sig flokki manna
í þessu skyni. Hér skal enginn dómur lagður á Kirkjubóls-
brennu, en líklegt er, að hafi hún átt sér stað, þá muni or-
sakir hennar vera allt aðrar en þær, að Skálholtsbryti hafi
verið hryggbrotinn. Frásögnin um ónshúsið og holið, sem þar
var gert á með skærum, bendir ekki á gamla frásögn, heldur
hitt, að hér sé um þjóðsagnaminni að ræða. En þetta lætur
Bjöm á Skarðsá verða orsök aðfararinnar að Jóni biskupi, en
getur þess ekki, að Þorvarður hafi nokkru sinni verið fangi
í Skálholti.
Við III. Nú víkur aftur til Jóns Egilssonar. Hann kann að
nefna Kirkjubólsbrennu. En nú er talað um, að ívar Hólmur
komst úr brennunni á Kirkjubóli og foringi aðfararinnar
„hét Árni og var kallaður kæmeistari“. Nú heitir hann ekki
lengur Magnús, en heldur þó óbreyttri stöðu. Athyglisvert er,
að nöfnin Ámi og Magnús virðast gegna sérstöku hlutverki.
Árni er hér foringi aðfararinnar á Kirkjubóli, en foringi að-
fararinnar að Jóni Gerrekssyni samkvæmt frásögn Björns.
Hann gerir hins vegar Áma Dalskegg, sem var Einarsson,
Magnússon. Og nú er ekki getið um neina bónorðsför. Brenn-
an kemur þama án nokkurra orsaka, og afleiðingarnar verða
þá líka minni en hjá hinum heimildarmanninum. Það er tal-
ið rangt50), að Soffía væri gift Ivari, en Bjarni Ivarsson
Hólmur er talinn vera seinni maður hennar. Allmiklu eldri
hefur Soffía verið en Bjarni. Ef tök væm á, myndi ég helzt
vilja trúa því, að hér færi Jón Egilsson með rétt mál. Þá hefði
ívar Vigfússon Hólmur verið fyrsti maður Soffíu Loftsdótt-
ur50a). Er þetta allt nokkuð flókið mál. I Islenzkum æviskrám
er gripið til þess að segja, að Ivar Vigfússon Hólmur hafi
átt fyrir konu dóttur Ólafs á Kirkjubóli o. s. frv. (Björnssonar
á Hvalsnesi Ólafssonar hirðstjóra að Keldum). Er þarna vitn-
að í ýms rit, en ekkert af þessum ritum kann að nefna Ólaf