Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 96
92
Magnús Már Lárusson
Skírnir
Hinn latneski klerkdómur hafði eigi mikla samúð með hin-
um slafneska. Ef til vill hefur sú staðreynd, að munkar frá
Aþosfjalli störfuðu meðal Pólverja á 11. öld, orðið til þess að
magna andstöðuna, shr. bls. 93nm. Átök milli kirkjudeildanna
höfðu einnig átt sér stað um 1022, bls. 398. Annars má geta
þess, að um tíma virðast hinir vestrænu benediktsmunkar
í Tyniecklaustri hafa fylgt hinum slafneska sið. Sama máli
gegnir um benediktsklaustrið i Wislica, en kirkjumar þar,
bæði sú eldri og sú yngri frá 14. öld, voru skreyttar býzönzk-
um veggmálverkmn, bls. 383n og víðar.
Það er einnig mjög merkt, að Paszkiewicz færir bls. 174—
177 fullar sönnur á, að Hilarion, sem gerður var erkibiskup
í Kænugarði árið 1051 að undirlagi Jarizleifs, var norrænn
maður. Byggir hann röksemdafærslu sína á eigin riti Hilar-
ions, er nefnist Slovo o zakone i blagodati eða Rökræða um
lögmál og náð.
Er Frédéric Macler ritaði um hina ermsku biskupa í Revue
de VHistoire des Religions, Tome LXXXVII, Paris 1923, bls.
236—41, hélt hann fram hinni hefðbundnu skoðun um upp-
mna þeirra og skýrði frá grein Gustavs Storms um Llarald
harðráða og Væringjana í Norsk Historisk Tidsskrift, 2. R,
4. bd., 1884, bls. 354—86, og framsetningu A. D. Jörgensens
í Den nordiske Kirkes Grundlæggelse, Kbhvn 1874—78, II,
bls. 690—95. En báðir höfundarnir benda á, að Haraldur
kunni að hafa orðið fyrir býzönzkum áhrifum og viljað losa
sig við yfirdrottnan hins ötula og framgjama Aðalberts erki-
biskups, og lagði Storm sérstaka áherzlu á bréf Alexanders
páfa II. til Haralds harðráða, þar sem hann skýrir frá því,
að Aðalbert hafi meðal annars kært yfir því, að sumir bisk-
upar í Noregi væru ekki vigðir (samkvæmt reglu rómversku
kirkjunnar), samanber scholion 70 í Erkibiskupasögunni III,
16 og DN XVII nr. 1. Bréf þetta er frá tímabilinu 1061—66,
einmitt frá sama tímaskeiði og ermsku biskuparnir munu
hafa verið hér. Storm gerði ráð fyrir, að ermskur væri haft
um villutrúarmenn, komna frá Austurlöndum, en girzkur
væri haft um býzanzka menn.