Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 203
Skírnir
Ritfregnir
197
hinum látna verðskuldaða viðurkenningu; á Menningarsjóður þakkir skild-
ar fyrir framtakið. En þar með er síðari hindruninni rutt úr vegi, og
við getum tekið til óspilltra málanna við að vega og meta framlag Barða.
Bók þessi er safn ritgerða Barða, 15 að tölu; þjóna þær allar einum og
sama tilgangi: að hrjóta Njálu til mergjar. í þessari bók eru því ekki
teknar með þær greinar Barða, sem fjalla um annað en Njálu, og verða
þær vitaskuld látnar liggja á milli hluta.
Flestar ritgerðimar í safni þessu hafa birzt áður, eins og fyrr segir;
sú elzta í Andvara 1938, sú yngsta í sama riti 1955. Langstærsta grein
ritsins er „Ljósvetninga saga og Saurbæingar" um 110 blaðsíður eða þriðj-
ungur þess; kom hún út í sérstakri bók 1953, en hafði áður birzt í And-
vara undir nafninu „Stefnt að höfundi Njálu“.
Áður óprentaðar ritgerðir eru fimm talsins: „Tíu tugir manna“, „Beina-
flutningar frá Helsingjaborg og Seylu“, „Hrafnar tveir flugu með þeim“,
„Bráðskapaðir lagamenn" og „Málfar Þorvarðar Þórarinssonar".
Safn þetta ber þess glögg merki, að ritgerðimar hafa í upphafi verið
samdar sem sjálfstæðar heildir, því að ýmsar sögulegar staðreyndir em
endurteknar æ ofan í æ. Þetta er þó ekki ýkjamikill annmarki. Hitt
skiptir meim, að ekki orkar tvímælis, að brýn þörf hefði verið að samlaga
þessar greinar, gera skarpari mun aðalatriða og aukaatriða, snurfusa þær.
Hefði þá mátt sverfa af margan agnúann. Það var mikill skaði, að Barða
skyldi ekki auðnast að koma þessu í verk. Af þessu leiddi m. a., að bráð-
nauðsynlegt var að rita formála að safninu, skrá þar yfirlit yfir skoðanir
Barða og gera grein fyrir stöðu hans meðal ritskýrenda Njálu. Þetta hef-
ur Stefán Pjetursson færzt í fang og sækir það fremur af kappi en for-
sjá; er hann í tölu þeirra, sem fallast fyrirvaralaust á allar niðurstöður
Barða. Engu að síður eru aðfaraorð hans miklu betri en ekki, því að les-
endur eiga þá hægra um vik að glöggva sig á heildarniðurstöðum Barða.
Áður en lengra er haldið, er rétt að slá varnagla. 1 safni Barða em
m. a. birtar gamlar ritgerðir, sem hafa af einhverjum orsökum legið í salti
hjá honum og aldrei fyrr komizt á prent. Það er því með öllu óvíst,
hversu Barði sjálfur mat þær greinar. Idef ég einkum í huga „Málfar
Þorvarðar Þórarinssonar“, sem getið verður frekar hér á eftir. En þar sem
hún og aðrar fljóta með, er ekki annarra kosta völ en fella dóm.
Þar sem Barði ber saman mýmörg efnisatriði, smá og stór, úr ýmsum
heimildum, er ógerlegt að kanna allt til hlítar og skrá úrskurðinn á blöð;
til þess þyrfti aðra bók. Mér er því nauðugur sá kostur einn að rýna í
nokkur einstök atriði. En þá er hætt við, að halli á Barða, þótt það sé að
sjálfsögðu ekki ætlunin. Er skylt að hafa þetta í huga. En þau sýnis-
hom, sem gefin verða hér á eftir um vinnubrögð Barða, hafa þó almennt
gildi, því að þau eru ágætt dæmi um þær vinnuaðferðir, sem móta allar
þessar ritgerðir hans að meira eða minna leyti.
Til hægðarauka greini ég hér aðalniðurstöður Barða í fjögur stig:
1. Njála byggir að visu á gloppóttum arfsögnum, en kjami hennar er