Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 145
Skírnir Skozka þjóðskáldið Robert Burns 139
heilags Mikaels með viðhöfn, sem hverjum þjóðhöfðingja hefði
verið samboðin.
Síðan líta Skotar á Burns sem ókrýndan konung sinn. Um
hann sameinast allir. Heima og erlendis meðal Skota hafa ver-
ið stofnuð svo nefnd Burnsfélög. Á stefnuskrá þeirra er fyrst
og fremst að varðveita ýmsar Burnsminjar og hafa þær í
heiðri, en einnig að styðja líknarstofnanir svo sem heimili
fyrir gamalt fólk, annast leikstarfsemi, helgaða Burns, og
kynningu á ævi hans og störfum. Á engu skáldi né andans
manni hafa þeir aðrar eins mætur. Þeir líta eigi aðeins svo á,
að hann sé höfuðskáld sitt, heldur og sómi Skotlands, sverð
þess og skjöldur. Hann er einingartákn þjóðarinnar. Þegar
Skotar koma saman á hátíðastundum, taka þeir höndum sam-
an og syngja Hin gömlu kynni. Engin skemmtun jafnast á við
það að sjá þætti úr lífi Burns setta á svið. Fáir nutu gleð-
innar yfir drykkju svo fölskvalaust sem hann, né þekktu unað
og kvöl ástarinnar í svo ríkum mæli. Því getur leikþáttur, er
sýnir Bums teyga þær gullnu veigar, þylja ljóð sín af spá-
mannlegri andagift og votta einhverri fegurðardís hollustu
sína, komið Skotum til að gráta af gleði, hrifningu og trega
yfir fögnuði hans, snilld og ástarsorg. Þannig er Burns þeim
eigi aðeins túlkur dýpstu tilfinninga, heldur og ímynd þess,
sem er eilíft og mannlegt.
Ýmsir telja Bums mesta ástaskáld heimsins eftir Sappho
hina grísku. En hann átti marga og ólíka strengi á sinni
hörpu. Viðkvæmni hans er svo mikil, að söngfuglinn í skóg-
inum getur komið honum til að vikna: Ávarp til lœvirkjans
(Address to the Woodlark). Nagdýrið, sem skáldbóndinn hef-
ur hrakið úr holu sinni við að plægja, á samúð hans, og hann
iðrar þess að hafa raskað ró þess: Músin (To a Mouse). Hann
harmar örlög annars smælingja, sem lostinn hefur verið bana-
sári, tregar hann eins og horfinn vin, kennir í brjósti um
hjálparlaus afkvæmi hans: Sœrði hérinn (The Wounded
Hare). Þá eiga húsdýrin ekki síður trúnað hans óskiptan.
Hann vottar gamalli hryssu þökk fyrir dygga þjónustu og
leggur hundunum orð i munn: Tveir hundar (The two Dogs).