Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 133
Skírnir
Skozka þjóðskáldið Robert Bums
129
agramessukvöld (Hallowe’en), eru tengd dvöl hans í Kirkos-
wald, þó að eigi væru þau fullgerð fyrr en síðar. Tam O’Shan-
ter er ort út af atburðum, sem gerðust, þegar Burns dvaldist í
Kirkoswald, og er talið, að frumdrættina að því hafi skáldið
einmitt dregið hjá frænda sínum þetta sumar, 16 ára gamall.
Atburðimir, sem frá er sagt í kvæðinu, gerðust einmitt ör-
skammt frá fæðingarstað Bums: í Ayr, Alloway og við ána
Doon. Fjallar það um tvo félaga, Tam O’Shanter og Souter
Johnie, sem hafa drekkt ógæfu lífs síns á krá einni í Ayr.
Stendur hún enn í dag, ærið fomleg. Að lokinni drykkju rís
Tommi úr sæti sínu, stígur á bak færleiknum Mósu sinni og
riður út í fárviðri, eld og vatn, áleiðis heim til harðstjórans,
konu sinnar, sem hann hafði flúið frá. En hetjan á í harðri
baráttu við forynjur og fjandalið á heimleiðinni, því að þar er
ærið reimt, einkum við Alloway-kirkju. En brennivinsher-
serkurinn Tam O’Shanter á færleiknum Mósu líf sitt að launa.
Hefur garpinum verið reist minnismerki við ána Doon. Og
fleiri myndir em þar um slóðir úr þessu fræga kvæði.
Þegar Robert var 18 ára, fluttist William Bumess, ásamt
fjölskyldu sinni, enn búferlum, settist þá að sem leiguliði á
jörðinni Lochlea. Þá var heilsa Williams tekin að bila. Hann
lenti í deilum og málaferlum við jarðeigandann. William beið
lægra hlut í þeim viðskiptum og andaðist 1784, saddur lífdaga.
Skömmu fyrir dauða föður síns tóku þeir Gilbert og Robert
á leigu jörðina Mossgiel, lítið eitt norðan við borgina Mauch-
line. „Ég kom, sá og hófst handa,“ segir skáldið, „ætlaði að
vera vitur, reiknaði út uppskeru, fór á markaði.“ En því mið-
ur varð Burns ekki sigursæll á þessum vettvangi. „Fyrsta ár-
ið fengum við aðeins hálfa uppskem, af því að útsæðið var
svikið," heldur hann áfram, „næsta ár eyðilagðist komið, af
því að við skárum það of seint. Það var skilningi mínum öld-
ungis ofvaxið.“
En þessi fjögur búskapar ár að Mossgiel vann Burns annan
sigur og frægari en við akuryrkju. Þar blómgaðist gróður and-
ans. Skáldgáfa hans náði þar glæsilegum þroska. I nýju um-
hverfi, meðal fólksins og undir beru lofti, flugu yrkisefnin
upp i hendur honum. Við fjölbreytt búsýslustörf og öll mögu-
9